Ekki mikið svekkelsi í Sviss
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
07.07.2025
kl. 12.23
Leikvöllur dagsins hjá Palla og fjölskyldu er hvorki grænn né undir bláhimni. Hér að neðan eru síðan tvær myndir frá gærdeginum en þá sigraði Sviss lið Íslands með tveimur mörkum gegn engu. MYNDIR: PF
„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
