Fámennt en góðmennt á Uppskeruhátið Húnabyggðar

Frá Tinnasýningunni í Krúttinu. MYNDIR FRÁ HÚNABYGGÐ
Frá Tinnasýningunni í Krúttinu. MYNDIR FRÁ HÚNABYGGÐ

„ Það gekk bara fínt, fámennt en góðmennt. Það sem stóð upp úr var að allir voru glaðir og ánægður þrátt fyrir smá skúrir. Veðrið í Vatnsdal mun betra en á Blönduósi eins og svo oft áður, “ segir Elfa Þöll Grétarsdóttir, ferðamálafulltrúi Húnabyggðar og skipuleggjandi Uppskeruhátíðarinnar, þegar Feykir spurði hvernig til hefði tekist.

Má þar nefna að í Vatnsdal voru í boði þrennskonar útihlaup þar sem hægt var að velja sér viðeigandi vegalengd og allskonar gönguleiðir til dæmis í Forsæludal, á Hofi og Vatnsdalshólunum með Dóru. Skemmtileg dagskrá í Þórdísarlundi, en virkja þurfti plan b, í miðri dagskrá þegar verðurguðirnir tóku málin í sínar hendur og steyptu regninu yfir fólkið svo gestir færðu sig inn í tjald. Maggi á Syðri Brekku sá um að heilgrilla lamb ofan í mannskapinn, Berglind sagði sögur úr Vatnsdælu á mannamáli, Magnús Ólafsson stóð vaktina á Þrístöpum og Einar Kárason rifaði upp glímu Grettis og Gláms á Þórhallstöðum. Jóhanna sýndi refilinn í Textílmiðstöðinni, myndlistasýning var í Krúttinu alla helgina. Hundur í óskilum slóu svo í gegn á laugardagskvöldinu. Einar Kárason lokaði svo herlegheitunum á sunnudeginum með frásögn úr Nálu.

Elva Þöll segir að lokum aldrei að vita nema þetta verði endurtekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir