Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Frá opnunarhátíðinni. MYND AÐSEND
Frá opnunarhátíðinni. MYND AÐSEND

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi laugardaginn 2. september  á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.


Sýningin er ekki aðeins tilvalin fyrir listunnendur, heldur einnig fyrir þá sem vilja kynna sér mismunandi sjónarhorn á hvað heimili þýðir. Listamennirnir fjalla um allt frá hefðbundnum hugmyndum um heimili til spurninga um tilhugalíf og tilfinningar sem heimilið getur vakið. Hvort sem þú hefur áhuga á list, menningu, samfélagi, eða hefur bara þörf á að komast út undir ferskt loft þá býður sýningin upp á einstaka upplifun.

Nánar má lesa um sýninguna hér.


Að lokum minnum við á að sýningin verður opin alla daga út septembermánuð milli kl. 14:00 og 17:00. Hittumst í Hillebrandtshúsi á Blönduósi!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir