Fylgiblað Feykis tileinkað Stólastúlkum nú sjáanlegt á netinu

Fyrir um hálfum mánuði kom út Feykisblað sem að mestu var tileinkað frábærum árangri kvennaliðs Tindastóls í sumar og sögu kvennaboltans á Króknum. Nú er fylgiblaðið komið á netið og hægt að fletta því stafrænt. 

Auk þess sem nokkrir núverandi leikmenn Stólastúlkna og báðir þjálfara liðsins eru í spjalli þá er einnig rætt við eldri leikmenn og þjálfara eins og til dæmis Vöndu og Guðjón Örn, Valgerði Erlings og Svövu Rún. Þá náði Feykir í skottið á nokkrum snillingum og fékk þá til að senda skilaboð til Stólastúlkna og þar á meðal voru Donni og Dida, Gógó og Guðný, mamma Mur og Andri Már í Mexíkó svo einhverjir séu nefndir.

Til að skoða blaðið er hægt að smella á hlekkinn hér að neðan en einnig er hlekkur á forsíðu Feykis.is. Ef einhver vill eignast blaðið á pappírsformi þá er hægt að mæta í Nýprent eða hafa samband. Vonandi hafa sem flestir gagn og gaman að blaðinu um Stólastúlkur – áfram Tindastóll!

Stólatstúlkur 2020 – Smellið hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir