Góð mæting í sundlaugina á Blönduósi

Séð yfir sundlaugina á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Séð yfir sundlaugina á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Húnahornið segir frá því að tæplega 24.500 gestir hafi heimsótt sundlaugina á Blönduósi það sem af er ári er það eru 2.300 fleiri gestir en höfðu heimsótt laugina á sama tíma í fyrra. Aukningin er því um 10% milli ára. Sundlaugargestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og sem dæmi má nefna þá höfðu um 15 þúsund heimsótt laugina um mitt sumar 2017 og hefur sundlaugargestum því fjölgað um 44% frá árinu 2017.

„Sundlaugin á Blönduósi er tilvalin fyrir alla og draumur fyrir barnafólk. Hún er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, tvö ísböð, tvær stórar rennibrautir og mikið af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum.

Umhverfisvænar lausnir eru notaðar í sundlauginni. Klór er framleiddur á staðnum og er matarsalt eina afurðin sem þarf í framleiðsluna ásamt rafmagni og vatni. Framleitt er klórgas og það sett beint inn í sótthreinsun auk þess sem kerfið framleiðir klórvatn sem notað er til að mæta dagssveiflum í notkun. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Helstu kostir nýja kerfisins eru enginn flutningur á milli staða á hættulegum efnum, klórlykt minnkar, sviði í augum minnkar verulega, húðerting minnkar, vistvænt fyrir starfsfólk og stuðlar að umhverfisvænu umhverfi,“ segir í fréttinni á Húna.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir