Góðir gestir heimsóttu Drangey SK 2
Síðastliðinn þriðjudag fengu 16 nemendur og sex kennarar leiðsögn um Drangey SK 2 í Sauðárkrókshöfn. Í frétt á vef FISK Seafood segir að hópurinn, sem samanstóð af nemendum og kennurum frá Íslandi, Tékklandi, Spáni og Póllandi, sé að vinna verkefni á vegum Erasmus+ sem fjallar um alþjóðlegar upplýsingatæknikeppnir til að efla gæði framhaldsskólamenntunar.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.495 kr. á mánuði m/vsk (3.149 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 2.495 kr. á mánuði m/vsk. (2.248 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 695 kr. vikan m/vsk. (626 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Hreint ekki eins og atvinnuviðtal | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 25.01.2026 kl. 15.14 oli@feykir.isMér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem Evrópusambandið hefur gefið út til þess að útskýra umsóknarferlið.Meira -
Kjúklingakarrí og lambaréttur | Matgæðingar Feykis
Matgæðingar vikunnar í tbl. 32 - 2025 í Feyki voru Anna Icban og Þorgeir Freyr Sveinsson. Anna er fædd og uppalin á Filippseyjum og er frá höfuðborginni, Manila. Svo slysaðist hún á að hitta Þorgeir á stefnumótaforriti og nú býr hún í Reykjavík og vinnur á Alþingi. Þorgeir er fæddur og uppalinn í Skagafirði, í Akrahreppi, í eina fjölbýlishúsinu þar, þ.e. á Frostastöðum. Hann vinnur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á prófaskrifstofu háskólans.Meira -
Njarðvíkingar kaffærðir í Síkinu
Feykir hafði spáð hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar sóttu Stólana heim í Bónus deild karla. Það má kannski öllu nafn gefa og kannski var þetta hörkuleikur en ekki var hann spennandi. Heimamenn tóku öll völd í fyrsta leikhluta og gestirnir fengu ekki rönd við reist þegar eimreið Stólanna brunaði ítrekað yfir þá. Mestur varð munurinn 35 stig í þriðja leikhluta en gestirnir löguðu stöðuna í fjórða leikhluta. Lokatölur 113-92.Meira -
Norðurland vestra fékk 772 milljónir til sóknaráætlana á fimm ára tímabili
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 24.01.2026 kl. 13.58 oli@feykir.isNýverið kom út greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2020 - 2024. Í þessari greinargerð Byggðastofnunar og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál er gerð grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra á samningstímabilinu 2020-2024.Meira -
Mikill hugur í nýrri stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls
Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastaliðinn fimmtudag. Á fundinum var kosin ný stjórn þar sem Jóhann Daði Gíslason heldur áfram sem formaður og Hjörtur Elefsen heldur áfram í stjórn. Elínborg Margrét Sigfúsdóttir var kjörin gjaldkeri deildarinnar og Heba Guðmundsdóttir verðir ritari.Meira
