Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Úr félagsstarfi. MYND AÐSEND
Úr félagsstarfi. MYND AÐSEND

Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 25. okt. og hefst hann klukkan 14:00. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta og koma sínum skoðunum á framfæri.

Dagskrá:

  1. Stutt samantekt um starf félagsins frá aðalfundi
  2. Starfið framundan
  3. Skýrsla ferðanefndar
  4. Kosning ferðanefndar
  5. Umræður um húsnæðismál eldri borgara í Húnaþingi vestra. Tveir stjórnarmenn, Björn Sigurvaldason og Elísabet Bjarnadóttir reifa sínar skoðanir í stuttu máli og gestur fundarins Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri fer yfir hvaða möguleikar eru hugsanlegir þegar rætt er um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldri borgara.
  6. Kaffi og meðlæti

Nýir félagar 60 ára og eldri ætíð velkomnir að bætast í hópinn.

Stjórn Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir