Heilsueflandi Húnaþing vestra

Ragnheiður Jóna og Alma Möller í góðum félagsskap barna í Húnaþingi vestra. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA
Ragnheiður Jóna og Alma Möller í góðum félagsskap barna í Húnaþingi vestra. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA

Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag því Blönduósbær var ekki eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem gerðist aðili að Heilsueflandi samfélagi. Hún heimsótti einnig Hvammstanga þar sem hún og og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.

Með samningnum skuldbindur Húnaþing vestra sig til að innleiða markmið Heilsueflandi samfélags í sveitarfélaginu í samræmi við samninginn.

Fram kemur í frétt á vef Húnaþings vestra að „...með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetja sveitarfélög sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. Í markvissu lýðheilsustarfi er bilið á milli gagna, stefna og aðgerða brúað með því að nota lýðheilsuvísa, gátlista og önnur gögn til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir hvers samfélags. Miðlægt vefkerfi, sem er í þróun, styður samfélög í að halda utanum starfið, meta framvindu þess og miðla áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir