Helgistund í Sjávarborgarkirkju

Sjávarborgarkirkja á fallegum degi. MYND ÓAB
Sjávarborgarkirkja á fallegum degi. MYND ÓAB

Sunnudaginn 10. september kl. 14 verður helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði en 40 ár eru liðin síðan kirkjan var endurvígð. Félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju leiða sálmasöng og Rögnvaldur Valbergsson organisti spilar undir á harmoniku. Kaffisopi og kleinur eftir stundina. Séra Sigríður Gunnarsdóttir býður alla velkomna. 

Á vef Þjóðminjasafnsins segir: „Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Árið 1891 var kirkjan lögð niður og notuð sem skemma um árabil en hún var flutt úr stað um 1930. Hún hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1972. Þá var henni fundinn enn nýr staður og var hún endurvígð árið 1983.

Elsta ritaða heimild um kirkju á Sjávarborg er frá um 1318. Hún var þá helguð Andrési postula.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir