Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022?

Stefán Gíslason í Varmahlíð hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021. MYND: PF
Stefán Gíslason í Varmahlíð hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021. MYND: PF

Það styttist óðfluga í Sæluviku Skagfirðinga og við setningarathöfn Sæluvikunnar í ár verður kunngjört hver hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022 en þau eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Óskað er eftir tilnefningum en þær þurfa að berast í síðasta lagi 10. apríl nk.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn árið 2016 og verða því veitt í sjöunda sinn á setningu Sæluviku þann 24. apríl. Þeir sem hlotið hafa heiðurinn hingað til eru Stefán Pedersen, Kristmundur Bjarnason, hjónin Árni Stefánsson og Herdís Klausen, Geirmundur Valtýsson, Helga Sigurbjörnsdóttir og Stefán R. Gíslason.

Fram kemur á vef Svf. Skagafjarðar að tilnefningar má senda inn með því að fylla út rafrænt skjal en einnig er í boði að senda tilnefningar á netfangið heba@skagafjordur.is eða skila inn skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki.

Sjá nánar umfjöllun um fyrri handhafa verðlaunanna >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir