Jólin heima verða í Miðgarði 9. desember

Jólin heima og allir í góðum gír! MYND: ÓAB
Jólin heima og allir í góðum gír! MYND: ÓAB

Já, jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir í Miðgarði laugardaginn 9. des. Þetta verður í fjórða skiptið sem þessi hópur blæs til jólatónleika en nú verður sú breyting að tvennir tónleikar fara fram sama dag, fjölskyldutónleikar um miðjan dag og síðan aðrir um kvöldið,“ segir jólatónleikahaldarinn Jóhann Daði Gíslason þegar Feykir spyr hvort það eigi að skella í Jólin heima enn og aftur.

Fyrstu tónleikar Jólin heima voru fyrir luktum dyrum í Bifröst í miðju Covid-kasti og var þá sýnt frá tónleikunum í streymi. Síðan færðist tónleikahaldið í Miðgarð og í fyrra var ekki annað hægt að segja en að tónleikarnir hafi verið frábærir á allan hátt og viðtökurnar eftir því.

Hverjir mæta til leiks að þessu sinni? „Það er svipaður hópur og síðustu ár, að langmestu leyti tónlistarfólk í yngri kantinum sem á rætur á rekja í Skagafjörðinn.“

Er undirbúningur kominn á fullt? „Það er allt komið á fullt, formið verður svipað ef frá eru taldir fjölskyldutónleikarnir sem bætast við en það verður meira lagt í ljós og skreytingar en áður.“

Hverjir standa að tónleikunum? „Á bak við þá stendur hópur af ungu tónlistarfólki úr Skagafirði. Við njótum stuðnings frá lykilfyrirtækjum í Skagafirði, nokkur þegar búin að lofa styrk en við getum enn bætt við styrktaraðilum. Við fáum svo veglegan styrk frá Uppbyggingarsjóði SSNV.“

Verður ekki Last Christmas örugglega tekið í þetta skiptið? „Hver veit nema Last Christmas verði tekið í ár. En j,ú við erum byrjaðir að gera lagalistann.“

Er forsala hafin? „Forsalan er ekki hafin en við munum tilkynna það von bráðar. Hægt er að fylgjast vel með okkur á öllum samfélagsmiðlunum undir nafninu Jólin heima!“ segir Jóhann Daði í lokin. Það er því vissara að merkja duglega við 9, desember í dagatalinu því þá verða Jólin heima!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir