Kastali risinn á Blönduósi

Nýi kastalinn og æsrlabelgurinn við Blöndskóla. Mynd FE
Nýi kastalinn og æsrlabelgurinn við Blöndskóla. Mynd FE

Unga fólkið á Blönduósi hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á föstudaginn var en þá var tekinn í notkun stórglæsilegur kastali á lóð Blöndskóla. Þess er skemmst að minnast að í sumar var stærsti ærslabelgur landsins settur upp á sömu lóð, við hlið sparkvallarins, og er því óhætt að segja að skólinn státi nú af myndarlegum leikvelli fyrir nemendur sína.

Þegar blaðamaður Feykis átti leið um síðdegis á föstudegi voru margir að  leik í nýju tækjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir