Kvöldopnun í Aðalgötunni

Ný söguspjöld í Gránu. MYND AÐSEND
Ný söguspjöld í Gránu. MYND AÐSEND
Notaleg kvöldstund verður á Aðalgötunni á Sauðárkróki þann 11. október frá kl 20:00 til 22:00. Þema kvöldsins er röndótt/rendur og væri gaman að sjá skemmtilegar og mismunandi útfærslur af því hjá fyrirtækjum og öllum sem kíkja til okkar. Happdrætti, sem dregið verður úr eftir kl.22 og allir viðskiptavinir geta tekið þátt með því að skrifa nafn og síma á kvittun og sett í púkk. Hægt er að taka þátt eins oft og maður vill í öllum fyrirtækjunum sem verða með opið á kvöldopnuninni, veglegir vinningar.
 
Gaman er að segja frá því að á þessari kvöldopnun verða frumsýnd ný söguskilti í veitingasal Gránu Bistro. Stærstan hluta síðustu aldar var þessi salur verslun KS en á söguskiltunum er saga Gránu rakin, auk þess sem fjallað er um sögu Aðalgötunnar og Sauðárkróks. Auk söguskiltanna er komin upp tilraunasýning í veitingasal Gránu þar sem gestum gefst kostur á að skanna kóða með snjallsíma og sjá þannig myndir úr gömlu búðinni í Gránu. Þar er notast við svo kallaðan viðbættan veruleika (augmented reality), en sýningin var unnin með styrk frá Uppbyggingarsjóði NV og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Framleiðsla söguskiltanna var á höndum starfsfólks Sýndarveruleika ehf. en hún var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Skiltin voru unnin í góðu samstarfi við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.

Ásamt því að skoða söguskiltin býðst gestum Gránu að kaupa sér mat af nýjum matseðli frá morgni til kvölds á morgun miðvikudag.

Opnunarpartý á Garnbúðinni Rendur sem staðsett er í Eftirlæti, léttar veitingar og búbblur.

Röltum um fallega bæinn okkar, það verður margt að sjá, tilboð og skemmtileg stemning, ef þetta er ekki ástæða til að leggja frá sér símann/fjarstýringuna og standa upp úr sófanum og taka rölt um gamla bæinn, jafnvel fara bara út að borða, svo er aldrei að vita nema rati ein jólagjöf í poka. Kannski enginn farin að kaupa þær ennþá?  

Gatan verður lokuð fyrir bílaumferð frá Ráðhúsi út Aðalgötuna. (Hægt er að fara niður Skólastíg og upp Suðurgötu yfir í Skógargötuna.)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir