Nemendur í 1. bekk Árskóla fengu endurskinsvesti

Allir sáttir með endurskinsvestin. MYND AF ÁRSKÓLI.IS
Allir sáttir með endurskinsvestin. MYND AF ÁRSKÓLI.IS

Í síðustu viku bar góða gesti að garði í Árskóla á Sauðárkróki en þá komu þeir Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Snorri Geir Snorrason lögreglumaður og færðu öllum nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf.

Í frétt á vef skólans segir að í fyrra færðu Kiwanisklúbburinn og Vátryggingafélag Íslands öllum nemendum í 1.-6. bekk endurskinsvesti og því var þessi viðbót kærkomin.

„Þeir Emil og Snorri Geir hvöttu krakkana til að vera duglega að nota vestin og bentu þeim á hversu mikilvægt öryggistæki þau væru. Árskóli færir Kiwanisklúbbnum og VíS bestu þakkir fyrir gjöfina og hvetur foreldra til að senda börn sín ávallt í vestunum í skólann,“ segir í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir