Ný myndlistarsýning á Kaffi Hólum

Sýningin Átthagi og ætterni opnar laugardaginn 14. maí kl.15. Til sýnis eru bæði gömul og ný verk eftir Hallrúnu Ásgrímsdóttur myndlistarkonu sem útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017.

Sýningin mun standa fram á haust og er áhugasömum boðið að þiggja léttar veitingar í boði Kaffi Hóla við opnun sýningarinnar. Kaffi Hólar eru staðsettir á jarðhæð Háskólans á Hólum.
/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir