Opið hús í Nes listamiðstöð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
20.04.2022
kl. 09.34
Hópur listamanna frá Þýskalandi er nú staddur á Skagaströnd og dvelur í Salthúsinu og eru margir þeirra tíðir gestir á NES listamiðstöð. Í dag er opið hús og allir velkomnir að sjá hvað listafólkið hefur haft fyrir stafni undanfarið.
Í tilkynningu segir að hægt sé að hringja inn í vinnustofuna á efstu hæð BioPol byggingarinnar milli kl 16 og 18 til fá inngöngu og skoða það sem listafólkið hafur verið að vinna að.