Sundlaugin á Hofsósi lokuð í átta vikur

Frá sundlauginni á Hofsósi. MYND: ÓAB
Frá sundlauginni á Hofsósi. MYND: ÓAB

Fínu sundlauginni á Hofsósi var lokað síðastliðinn mánudag, 22. mars, vegna viðhaldsframkvæmda. Fram kemur á vef Svf. Skagafjarðar að stefnt er að opnun laugarinnar aftur mánudaginn 17. maí. Laugin, sem nýtur mikilla vinsælda ferðamanna, verður því væntanlega lokuð í átta vikur.

Verði einhverjar breytingar á fyrirhuguðum verklokum, verður það auglýst síðar.

Það er þó enginn skortur á laugum í Skagafirði og eru til að mynda sundlaugarnar á Sauðárkróki og í Varmahlíð opnar sem hér segir:

Sundlaug Sauðárkróks:

Mánudaga - fimmtudaga kl 06:50 - 20:30
Föstudaga kl 06:50 - 20:00
Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 - 16:00

Sundlaugin í Varmahlíð:

Mánudaga - fimmtudaga kl 08:00 - 20:30
Föstudaga kl 08:00 - 14:00
Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 - 16:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir