Það er leikur að læra

Nemendur fást við blómaskreytingar. MYND AF HEIMASÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA
Nemendur fást við blómaskreytingar. MYND AF HEIMASÍÐU GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA

fyrir síðustu helgi fengu nemendur í vali í framreiðslu við Grunnskóla Húnaþings vestra kennslu í blómaskreytingum. Á heimasíðu skólans kemur fram að margar fallegar skreytingar hafi litið dagsins ljós og skólinn þvíí kjölfarið fallega skreyttur með lifandi blómum.

„Kennari var Jean og fær hún hrós fyrir skemmtileg og nytsamleg verkefni,“ segir á síðunni.

Ekki minnkar fjörið á morgun því þá er Valgreinadagur á Hvammstanga hjá 8., 9. og 10. bekk skólanna í Austur og Vestur-Húnavatnssýslum. Þá er boðið upp á hinar og þessar smiðjur þar sem nemendur kynna sér kvikmyndagerð, ljósmyndun, pílukast, að elda úti, kínaskák, blak og ringó, Zumba, jóga og leiki, geta fræðst um kertagerð, lært og spilað félagsvist, spunnið ull, skapað listaverk í myndmennt, endurskapað listaverk, kynnt sér hár og förðun, brjóstsykursgerð eða þjónustu og framreiðslu.

Í lok dagsins mun Margrét Alda Magnúsdóttir, forvarnafulltrúi lögreglunnar, vera með fræðslu og umræður fyrir nemendur þar sem umræðuefnið verður m.a. samskipti á netinu.

Heimild og myndir: Heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir