Vilja að ný sveitarstjórn beiti sér fyrir hestamenn í Skagafirði

Björn á Varmalæk og Sveinn á Lýtingsstöðum brosmildir á kjördag. MYND: EVELYN ÝR
Björn á Varmalæk og Sveinn á Lýtingsstöðum brosmildir á kjördag. MYND: EVELYN ÝR

Það eru sveitarstjórnarkosningar í dag og hefur það sennilega ekki farið fram hjá nokkrum manni. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði fóru tveir valinkunnir höfðingjar úr Lýtingsstaðahreppi, Björn á Varmalæk og Sveinn á Lýtingsstöðum, ríðandi á kjörstað.

Samkvæmt upplýsingum Feykis langar þá að koma því á framfæri að þeir óski eftir því að nýja sveitarstjórnin beiti sér fyrir hestamenn í Skagafirði – það þarf nefnilega að laga og bæta reiðvegi um allan fjörð og gæta að hagsmunum hestamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir