Mannlíf

Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna í Varmahlíð

Í auglýsingu frá Flugeldamarkaði í Varmahlíð sem birt var í Sjónhorninu sl. fimmtudag var rangt símanúmer. Rétt símanúmer hjá pósthúsi jólasveinanna er: 892-3573. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Meira

Leitar eftir aðstoð til að brúa bilið í kanínuræktinni

Á Syðri-Kárastöðum skammt norðan Hvammstanga er eina kanínubú landsins þar sem kanínur eru ræktaðar til manneldis. Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað í október 2011 og er Birgit Kositzke aðaleigandi þess. Hún kemur frá Þýskalandi og er kanínukjöt hluti af matarmenningunni þar. Þar sem Birgit langaði að búa áfram á Íslandi ákvað hún að stofna sitt eigið fyrirtæki og fylgja viðskiptahugmynd sinni eftir, en nú skortir fjármagn til að brúa bilið þar til reksturinn fer að standa undir sér.
Meira

Fullt hús á tvennum afmælistónleikum

FISK Seafood bauð til afmælis- og jólatónleika í Miðgarði á sunnudaginn, í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Fullt var á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði og skipulagðir af Viðburðaríkt ehf.
Meira

Á 1307 rjúpnaveiðiferðir að baki

Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki er titlaður veiðimaður í símaskránni og líklega eru fáir sem bera þann titil með meiri sóma, enda hefur hann gengið til rjúpna á hverju ári síðan 1943. Allan tímann hefur hann haldið veiðidagbækur sem er einstakt á landsvísu, ef ekki heimsvísu. Hann lætur það ekki aftra sér þó hann hafi misst aðra höndina í vinnuslysi fyrir rúmum 40 árum og sé nú orðinn hálfníræður. Og að sjálfsögðu eru rjúpur í jólamatinn hjá Sigurfinni.
Meira

Karlakórinn Heimir syngur í Skagfirðingabúð - myndskeið

Karlakórinn Heimir tók lagið fyrir margmenni í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í gær. Börn, sem stödd voru í versluninni, fengu að syngja nokkur jólalög með kórnum og skapaðist þar afar skemmtileg jólastemning.
Meira

„Það er hljómurinn innra með okkur sem skiptir mestu máli“

Elinborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt Tónlistarskóla Húnaþings vestra samfleytt frá árinu 1989. Hún er fædd 10. júlí 1951 og er uppalin á Bjargi í Miðfirði. Eiginmaður Elinborgar var Egill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra en hann lést 2008. Elinborg er komin af tónlistarfólki í báðar ættir og því ekki að undra að tónlistin yrði hennar ævistarf.
Meira

Vinsæl lög frá síðustu öld

Hljómsveitin Demó, ásamt fjölda söngvara, heldur tvenna tónleika í Félagsheimilinu á Blönduósi milli jóla- og nýárs. Á efnisskránni eru vinsæl lög frá síðustu öld, eins og segir í auglýsingu. Tónleikarnir verða 26. og 27. desember og hefjast báðir klukkan 20:30.
Meira

Skagfirðingar syngja

Ég eignaðist disk um daginn. Það er svo sem ekkert nýtt en þegar ég var búinn að hlusta á hann og einnig upplifa útgáfutónleika í Miðgarði datt mér í hug að skrifa nokkur orð um þetta verk, einhverskonar gagnrýni með áherslu á það jákvæða.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús næstkomandi sunnudag, 20. desember, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 15 og 17.
Meira

Margrét Eir mögnuð á Jólavökunni

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi er fyrir íbúum skólasvæðisins og mörgum öðrum ómissandi hluti af aðventunni. Það var því fjölmenni sem kom saman á notalegri stund í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi og naut fjölbreyttrar dagskrár við kertaljós, kaffi og piparkökur.
Meira