Mannlíf

Króksarinn Steinn Kárason og ljósmyndarinn Marco Nescher vinna saman

Paradís, lag Steins Karasonar og texta má nú heyra og sjá á vimeo. Lagið er óður til Íslands og íslenskrar náttúru, með ástar og kærleiksívafi. Það er ljósmyndarinn Marco Nescher sem myndskreytti af mikilli snilli.
Meira

Potluck í Nes á fimmtudag

Nes listamiðstöð býður í svokallað „potluck“ fimmtudagur 21 janúar, kl. 18:30-20:30. Þar gefst gullið tækifæri til þess að hitta þá listamenn sem dvelja á Skagaströnd í janúar, sjá listsköpun þeirra og hvernig umhverfið hefur áhrif á verk þeirra.
Meira

Rausnarleg gjöf til Heimilisiðnaðarsafnsins

Í tilefni af því að þann 17. janúar eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðrúnar Jónsdóttur (Nunnu) frá Hnjúki komu afkomendur hennar saman og heimsóttu m.a. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Á vef Heimilisiðnaðarsafnsins segir að í safninu séu margir munir varðveittir eftir þær mæðgur Stefaníu Steinunni Jósefsdóttur (1886–1977) og Guðrúnu Jónsdóttur (1916–2014).
Meira

KS vill kaupa skagfirsk listaverk

Stjórn Menningarsjóðs KS hefur tekið þá ákvörðun að stofna til sérstaks framlags til kaupa á listaverkum sem tengjast Skagafirði, eftir listamenn sem eru frá Skagafirði eða tengdir firðinum á einhvern hátt. Kaupfélagið hefur keypt nokkur verk í gegnum tíðina, m.a. eftir Jóhannes Geir, Elías, Sossu o.fl. og segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs KS, áhuga hjá félaginu að eignast fleiri verk.
Meira

Ásdís Aþena og Rannveig Erla sigurvegarar í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin síðastliðinn laugardag, þann 16. janúar. Samkvæmt Facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra var flott frammistaða hjá öllum keppendum.
Meira

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á morgun

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin á morgun, laugardaginn 16. janúar, og fer hún fram í Félagsheimili Hvammstanga. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Áætlað er að keppninni ljúki um kl. 22:00.
Meira

Eldri nemendur Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður í kvöld, föstudaginn 15. janúar, Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl. 20. Nemendur skólans setja söngleikurinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið, leikstjórn er í höndum Helgu Rósar Sigfúsdóttur en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.
Meira

Ljósadagurinn haldinn í annað sinn

Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Meira

Útsölutips!

Á útsölum er hægt að gera frábær kaup, ef þú veist af hverju þú ert að leita. Að fara á þær bara af því að allir aðrir gera það endar yfirleitt að maður kaupir einhverja vitleysu. Þetta gerðist svolítið oft hjá mér í innkaupaferðunum erlendis því þar fékk maður lítinn tíma til að fara í búðir, eins og t.d. H&M. Allt svo ódýrt og allt keypt sem þótti flott. Þegar uppi var staðið var þetta alls ekki ódýrt því maður notaði bara brot af þessu öllu. Góð kaup ekki satt!
Meira

Þóranna Ósk hlýtur afreksbikar - „Rós í hnappagat Skagfirðinga“

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum voru styrkir úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga afhentir sl. föstudag. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fimmta skipti sem bikarinn er afhentur og í þetta sinn var það hin unga og efnilega Frjálsíþrottakonan Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem hlaut bikarinn.
Meira