Mannlíf

Miklar breytingar hafa átt sér stað á Barnabóli á Skagaströnd

Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd hefur verið starfandi frá árinu 1977. Árið 2014 tók Hjallastefnan ehf. yfir rekstur skólans. „Innleiðingin gekk eins og í sögu og tók starfsfólkið, sem og foreldrar og börn, stefnunni og nýjum áherslum í starfinu með opnum örmum og gleði,“ sagði María Ösp Ómarsdóttir í samtali við Feyki. María er meðstýra og daglegur stjórnandi skólans og vinnur hún náið með Þorgerði Önnu Arnardóttur skólastýru, sem sá um að innleiða Hjallastefnuna á Barnabóli.
Meira

„Hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar“

Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um flóttamanna aðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndargerðamaður ferðaðist til Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis.
Meira

Börn á Ársölum leika sér í sólarupprásinni

Himininn á Norðurlandi vestra var einstaklega fagur í síðastliðinni viku. Hver dagur á eftir öðrum hófst með appelsínugulum og bleikum bjarma sem litaði allt umhverfið og enduðu dagarnir með sömu litadýrðinni.
Meira

Kannast þú við þetta umslag?

Þetta umslag fór á vitlaust heimilisfang. Sá sem fékk póstsendinguna vill endilega koma henni á réttan stað og óskar eftir upplýsingum. Umslagið var póstlagt á Sauðárkróki þann 3. nóvember 2015.
Meira

50´s áhrif í herratískunni í sumar

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með herratískunni eftir að ég sá um innkaup fyrir Smash í Kringlunni, sem er „streetwear“ verslun. Þegar ég tók það verkefni að mér var eitt stórt vandamál, að versla inn herrafatnað, því framan af hafði ég ekki mikið spáð í henni því kærastinn minn hefur nefnilega verið mjög tregur í að fylgja tískuráðunum mínum. Hann hefur frekar farið sínar eigin leiðir, mér til mikilla ama, og oftar en ekki hef ég þurft að bíta fast í tunguna á mér þegar hann er að setja saman „outfittið“.
Meira

Laust starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og strandamanna

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Meira

Róbert Daníel er maður ársins 2015 í A-Hún

Lesendur Húnahornsins hafa valið Róbert Daníel Jónsson, forstöðumann í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2015. Róbert Daníel hefur verið iðinn við að taka myndir af húnvetnskri náttúru og húnvetnsku mannlífi og deilt þeim á veraldarvefinn. Myndirnar hans hafa vakið athygli margra á fegurð svæðisins og áhugaverðum stöðum í sýslunni. Tilkynnt var um valið á þorrablóti Vökukvenna sem haldið var í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardagskvöld.
Meira

Rífandi gangur er í undirbúningi fyrir Króksblótið

Meira

Vel heppnuð sýning fyrir fullu húsi í Miðgarði

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla fór fram fyrir fullu húsi í Miðgarði föstudaginn 15. janúar. Nemendur í 7. - 10. bekk skólans settu söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið eftir Gísli Rúnar Jónsson. „Sýningin tókst afskaplega vel,“ sagði Helga Rós Sigfúsdóttir, sem leikstýrði krökkunum, í samtali við Feyki.
Meira

Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.
Meira