Mannlíf

Netverslanir með tískufatnað á Íslandi

Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira

Lesið úr nýútkomnum bókum

Miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20:00 verður upplestur á bókasafninu á Sauðárkróki. Eyþór Árnason, Hjalti Pálsson, Ingibjörg Hafstað og Ingibjörg Hjartardóttir lesa úr nýútkomnum bókum.
Meira

Heimismenn hafa aldrei verið fleiri

Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira

Skagfirðingarnir Ellert og Sigvaldi komnir í átta liða úrslit í The Voice Ísland

Tveir Skagfirðingar, þeir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson, komust áfram í keppninni The VoiceÍsland á Skjá einum í fyrrakvöld. Þátturinn var sá fyrsti af þremur sem sýndir eru í beinni útsendingu og komust átta keppendur af sextán áfram á föstudagskvöldið. Ellert og Sigvaldi voru báðir valdir áfram með símakosningu.
Meira

Sigvaldi og Ellert á svið í kvöld í Voice Ísland

Skagfirðingarnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Jóhannsson, nú búsettur í Grindavík, taka þátt í Voice Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir úr Víðidal datt hins vegar út í eingvíginu, eftir aldeilis frábæra frammistöðu í þáttunum. Fyrir þáttinn í kvöld eru eftir fjórir keppendur í jafnmörgum liðum, en aðeins helmingur þeirra kemst áfram eftir kvöldið. Í kvöld má þjóðin kjósa og það er því um að gera að styðja sína keppendur.
Meira

Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi - sjötti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í sjötta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson , einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gelmottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann.
Meira

Ástin er diskó – Lífið er pönk

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag NFNV Ástin er diskó – Lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2008 en það fjallar, eins og nafnið bendir til, um hina ólíku heima tísku, tónlistar og lífsstíls þeirra sem aðhylltust diskó annars vegar og pönk hinsvegar.
Meira

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og hestamanna

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamanna verður haldin laugardaginn 28. nóvember næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi skemmtikraftur og eftirherma Hermann Árnason.
Meira

Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Sungu fyrir heimilisfólk á Sæborg

Börnin á Eldrikjarna í leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd gerðu sér dagamun í tilefni af Degi íslenskrar tungu síðast liðinn mánudag. Heimsóttu þau dvalarheimilið Sæborg og sungu skólasönginn sinn og nokkur önnur lög fyrir heimilisfólk þar.
Meira