Mannlíf

Ove og Siggi Sigurjóns í Skagafirði

Þjóðleikhúsið hyggst bruna norður í Skagafjörð og setja upp leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, nk. laugardag 25. mars kl. 20. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og er þegar með 50 uppseldar sýningar.
Meira

Heimir á Skagaströnd í kvöld - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Hólaneskirkju á Skagaströnd í kvöld með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru tveir, Birgir Björnsson og Óskar Pétursson.
Meira

Heimir á Hofsósi á morgun - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, 11. mars með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru þrír, Birgir Björnsson, Óskar Pétursson og Þóra Einarsdóttir.
Meira

Sauma innkaupapoka til láns

Í byrjun þessa árs var stofnaður hópur á Facebook undir nafninu Saumum innkaupapoka til láns en nafninu hefur nú verið breytt í Pokastöðin í Skagafirði. Sú sem á heiðurinn af stofnun hans er Þuríður Helga Jónasdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna á Hólum og Hofsósi, og fljótlega gekk Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri í Varmahlíð, í hópinn. Hleyptu þær af stokkunum saumahópum sem hafa hist öðru hvoru í þeim tilgangi að sauma innkaupapoka sem hægt verður að fá að láni í verslunum. Enn sem komið er hafa engir karlar sinnt kallinu en þó nokkur hópur kvenna hefur lagt sitt af mörkum og hafa þær tekið sér vinnuheitið Skreppur en orðið getur þýtt skjóða eða malur og nota þær heitið jafnt á konurnar sjálfar og pokana.
Meira

Bó og meira til

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.
Meira

Karlakórinn Heimir og gestir í Hörpu

Þann 25. mars nk. verður haldin hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð er íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin er liður í verkefni sem Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi.
Meira

Stórgóðir konudagstónleikar í Miðgarði

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á stórgóða tónleika í gær á konudaginn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Dagskráin bauð upp á fjölbreytt lagaval; klassísk óperukórverk, dægurlög og þjóðlög á ýmsum tungumálum. Að venju var svo boðið upp á dýrindis veisluhlaðborð í lokin. Ragnheiður Petra Óladóttir þreytti frumraun sína sem einsöngvari með kórnum.
Meira

Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Hofsóss

Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Hofsóss á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikritið er ólíkindagamanleikur sem gerist á heimili fullorðinnar ekkju sem finnur minnislausan mann í framsætinu á bílnum sínum og tekur hann með sér heim.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Sóldísir með tónleika á konudaginn

Nú fer mildum þorra að ljúka og góan tekur við en fyrsti dagur þess mánaðar er hinn ljúfi konudagur sem er nk. sunnudag. Þann dag hafa konurnar í kvennakórnum Sóldís í Skagafirði tileinkað söng og munu þess vegna halda konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Feykir leit við á æfingu og forvitnaðist um tónleikana og kórinn.
Meira