Mannlíf

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna | Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag

Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Eins og segir á heimasíðu FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna): „Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.“
Meira

Ólík nálgun á snjallfækkun

Um fjörtíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum, heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða sem er hluti af alþjóðlegu samstarfi og skipuleggur sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands.
Meira

Sigurbjörg ráðin yfirlæknir á HSN á Króknum

Sigurbjörg Ólafsdóttir, heimilislæknir, hefur verið ráðin yfirlæknir á HSN Sauðárkróki. Sigurbjörg lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hóf sérnám í heimilislækningum á HSN Sauðárkróki 2014. Hún hélt síðar til Svíþjóðar hvaðan hún lauk sérnámi árið 2020 og hefur síðan starfað þar á heilsugæslustöðvum sem heimilislæknir.
Meira

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Vala María bakar og fagnar fólki í Áshúsi

Það er komið sumar þó hitastigin séu nú varla til skiptanna en farið er að örla á auknum túrisma. Sumarið kallar á meiri umsýslu á veitingastöðum og kaffihúsum og í Skagafirði er að sjálfsögðu opið á þeim stöðum sem jafnan eru opnir og nokkrir hafa bæst við með hækkandi sól. Þannig er Vala María Kristjánsdóttir nýr verkefnastjóri matarupplifunar í Áshúsi Byggðasafnsins í Glaumbæ en kaffihúsið opnar 20. maí.
Meira

Séra Sigríður settur prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Fjölmenni var við messu í Hóladómkirkju í gær en þá var sr. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í færslu á Facebook-síðu Hóladómkirkju segir að efnt hafi verið til veislu á eftir þar sem þær fengu sinn hvorn blómvöndinn, sr. Sigríður og sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, fráfarandi prófastur, og henni þökkuð farsæl störf.
Meira

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði

Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
Meira

Skagstrendingar plokka á uppstigningardag

Fimmtudaginn 9. maí, á sjálfan uppstigningardag, stendur Sveitarfélagið Skagaströnd fyrir umhverfis- og plokkdegi. Því eru íbúar hvattir til þess að stökkva út í sumarið og plokka rusl á opnum svæðum í sveitarfélaginu og fegra sitt helsta nærumhverfi.
Meira