Mannlíf

Áslaug Arna heimsótti Háskólann á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi heimsótt Háskólann á Hólum í síðustu viku ásamt ráðuneytisstjóra og kynnt sér starfsemina. Fram kemur að mikil og ánægjuleg aukning á fjölda nemenda hafi orðið við háskólann, þá sérstaklega við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, sem kallar á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir það nám.
Meira

Danssveit Dósa sótti heimsfrægðina á Rauðasand

Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira

Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum

Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira

Góð mæting í sundlaugina á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að tæplega 24.500 gestir hafi heimsótt sundlaugina á Blönduósi það sem af er ári er það eru 2.300 fleiri gestir en höfðu heimsótt laugina á sama tíma í fyrra. Aukningin er því um 10% milli ára. Sundlaugargestum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og sem dæmi má nefna þá höfðu um 15 þúsund heimsótt laugina um mitt sumar 2017 og hefur sundlaugargestum því fjölgað um 44% frá árinu 2017.
Meira

Sumarmessa í Stíflu í Fljótum á sunnudaginn

„Ég hvet fólk til að mæta í messuna sem byrjar kl. 14 á sunnudaginn og eiga saman góða stund,“ segir séra Halla Rut Stefánsdóttir þegar Feykir forvitnast um messuhald í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum. Messað er í Knappstaðakirkju einu sinni á ári og gerir Veðurstofan ráð fyrir sólríkum og fallegum sumardegi á Norðurlandi nú á sunnudaginn. Heimsókn í Fljótin hljómar því sem bráðsnjöll hugmynd.
Meira

Rostungurinn mættur í þriðja skiptið

Það verður að teljast líklegt að einn nýbúi á Króknum fái óskipta athygli gesta skemmtiferðaskipsins Azamara Journey. Það hefur ekki farið framhjá mörgum að rostungur hafi gert sig heimakominn í smábátahöfninni á Sauðárkróki síðustu daga. Tvívegis hafði hann heimsótt höfnina, fyrst sl. fimmtudagskvöld og dvaldi í um tvo daga og síðan mætti hann á ný á mánudagskvöldið og lá þá á grjótgarði í smábátahöfninni. Hann dvaldi ekki jafn lengi þar enda kannski ekki eins þægilegur staður. Skömmu áður en skemmtiferðaskipið lagðist að bryggja í morgun skreið rostungurinn upp á flotbryggjuna og kom sér vel fyrir enn á ný.
Meira

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. júní síðastliðinn en á fundinum voru reglur ráðsins til umfjöllunar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að samkvæmt reglunum skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Meira

Loksins gengur Græni salurinn aftur

Það verður án efa gaman í gömlu góðu Bifröst nú á föstudagskvöldið þegar tónlistarveislan Græni salurinn gengur aftur eftir talsvert langa Covid-pásu. Venju samkvæmt mæta til skrallsins galvaskir heimamenn, sumir aðkomnir en vonandi engir aðframkomnir.
Meira

Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.
Meira