Mannlíf

Snjólfur Atli sigraði í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki er sagt frá því að Snjólfur Atli Hákonarson, nemandi í 6. bekk, hafi fyrr í vor tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hugmyndin hans, Sólarmjalta, var síðan valin ein af 25 hugmyndum sem komust í úrslit keppninnar. Í gær var síðan tilkynnt við hátíðlega athöfn og verðlaunaafhendingu á Háskólatorgi að Snjólfur Atli hefði sigrað í keppninni.
Meira

Norðursnakk Norðansprotinn 2025!

Síðastliðinn föstudag fór fram lokaviðburður Norðansprotans sem er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands. Í frétt á vef SSNV segir að leitin hafi byrjað 19. maí og voru 22 glæsileg verkefni sem skiluðu inn umsóknum, en af þeim voru valin átta verkefni sem fengu að kynna verkefni sitt fyrir dómnefnd.
Meira

Munum að ganga vel um hoppubelginn

Borið hefur á slæmri umgengni við hoppubelginn á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki en frá þessu segir á heimasíðu Skagafjarðar.„ Viljum við því biðla til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um eignir okkar allra svo ekki þurfi að fara í frekari aðgerðir og loka hoppubelgnum.“
Meira

Íslandsmeistaratitillinn er undir í kvöld

Var einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld? Nei, líklega ekki. Það er sól og nánast logn á Króknum enda vilja allir taka þátt í þessari veislu. Að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn en þeir miðar sem í boði voru fóru í sölu kl. 19 í gærkvöldi í íþróttahúsinu og var farið að móta fyrir röð fjórum tímum fyrir opnun. Planið verður opnað þremur tímum fyrir leik eða kl. 17:00 og þar ætti engum að leiðast.
Meira

Vatnsfótbolti, VÆB-bræður og veltibíll meðal atriða á Hetjum hafsins

Það styttist í sjómannadaginn en venju samkvæmt ber hann upp á fyrsta sunnudegi í júní og í ár er það fyrsti dagur mánaðarins. Sumstaðar er svindlað pínu á þessu og haldið upp á sjómannadaginn á laugardegi og þá mögulega af praktískum ástæðum. Á Skagaströnd hefur sjómannadagurinn aftur á móti verið tekinn til kostanna og stendur hátíðin Hetjur hafsins yfir í fjóra daga, 29. maí til 1. júní, dagskráin þétt og nú er búið að kynna hana.
Meira

Umhverfisdagar Skagafjarðar fara í framlengingu

Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí sem er laugardagur. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
Meira

Húnabyggð styrkir nemendur í framhaldsnámi

Námsstyrkur er veittur ungmennum sem eiga lögheimili í Húnabyggð og voru í viðurkenndu framhaldsnámi vorönn 2025. Fram kemur í tilkynningu á haimasíðu Húnabyggðar að upphæð námsstyrs er 60.000kr. pr. önn og er styrkurinn greiddur út eftir hverja önn að staðfestri skólavist.
Meira

Skagaströnd styrkir nemendur á framhalds- og háskólastigi

Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um námsstyrki til nemenda eiga rétt á styrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Meira

Gluggaþvottur í góða veðrinu!

Gluggaþvottur fyrir stofnanir og fyrirtæki í bænum hefur lengi verið mikilvæg fjáröflun fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Í færslu á Facebook-síðu deildarinnar segir að það hafi verið öflugur hópur sjálfboðaliða sem sinnti þvottinum í góða veðrinu á Króknum í dag.
Meira

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga hélt aðalfund

Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga var haldinn þann 5. maí sl. Í tilkynningu frá samtökunum segir að á þeim 19 árum síðan samtökin voru stofnuð hafi þau afhent stofnuninni gjafir að upphæð kr. 51.280.000 sem á núvirði eru líklega í kringum 80 milljónir.
Meira