Mannlíf

Fyrsta messa í Hofskirkju eftir endurbætur

Hofskirkja á Höfðaströnd var bændakirkja til 1915. Hún er orðin það aftur og er eigandi hennar Lilja Sigurlína Pálmadóttir á Hofi. Hofsókn og Hofsóssókn sameinuðust 2023 með Hofsóskirkju sem sóknarkirkju. Hofskirkja lagðist því af og eignaðist Lilja hana. Kirkjan var orðin verulega illa farin og þurfti miklar viðgerðir ætti hún að standa áfram.
Meira

Laufey ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við FNV

Laufey Leifsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður fullt hús hjá okkur hjónunum“

Það er víst ótrúlega oft hægt að plata Auðun Sigurðsson í að gera hitt og þetta. Því plataði Feykir hann til að svara örfáum spurningum um Húnavökuna. „Ég bý á Blönduósi og hef gert það lungan úr mínu lífi. Þessa dagana er ég einna helst að sinna minni vinnu, ditta að heima hjá mér og leika golf í frístundum,“ segir þessi fyrrum markvörður Hvatar í fótboltanum.
Meira

Húnavakan fór í gang í glimrandi veðri og stemningu

Húnavaka hófst í gærkvöldi í blíðskaparveðri á Blönduósi og það verður ekki annað sagt en að íbúar Húnabyggðar og gestir hafi verið klárir í slaginn. Fólk hafði hamast við að skreyta hús og garða og um kvöldmatarleytið var heldur betur vel mætt við félagsheimilið þar sem var götugrill í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis.
Meira

Velkomin á Mark Watson daginn

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.
Meira

Opið fjós á Ytri-Hofdölum

Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænum
Meira

HÚNAVAKA : „Það verður ekki auðvelt að velja“

Nú er það Maríanna Þorgrímsdóttir sem rabbar við Feyki um Húnavöku. „Ég bý á Holti á Ásum og þessa dagana er ég nú bara í sumarfríi,“ segir hún þegar spurt er um heimilisfang og stöðu. „Ég ætla að steikja vöfflur að Sunnubraut 4 í Vilkó Vöfluröltinu á föstudaginn, annað er svo sem ekki ákveðið en það er svo margt í boði í ár að það verður ekki auðvelt að velja.“
Meira

Húnavaka, gleði og fjör

Hin árlega Húnavaka verður haldin á Blönduósi um næstu helgi. Mikið verður um dýrðir og margt í boði. Feykir hafði samband við Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur, Menningar- og tómstundarfulltrúa á Blönduósi og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Eldur í Húnaþingi mun loga 22. til 27. júlí

Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungi fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda.
Meira

HÚNAVAKA : „Mikið af öllu því góða!“

Það styttist í Húnavöku og Feykir tekur púlsinn á nokkrum útvöldum. Nú er það Hrefna Björg Ásmundsdóttir, verslunarstjóri í Kjörbúðinni sem svarar nokkrum laufléttum Húnavökuspurningum en Hrefna býr á Skúlabraut á Blönduósi ásamt sínum manni og þremur börnum.
Meira