Mannlíf

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til samfélagsverðlauna í Húnaþingi vestra

Félagsmálaráð Húnaþings vestra óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um aðila til samfélagsviðurkenninga fyrir verk sín eða störf í þágu samfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Fornbílaeigendur í messu á Flugumýri 17. júní

Það hefur um árabil verið siður fornbílaunnenda í Skagafirði að mæta á fákum sínum í messu í Blönduhlíðina á 17. júní. Stundum hefur þessi messa verið á Miklabæ, líka á Silfrastöðum en í ár var messað á Flugumýri. Forvígismenn þessa uppátækis eru Agnar á Miklabæ og Jón í Miðhúsum.
Meira

Það þarf að mæta nemendum þar sem þeirra hæfileikar og áhugi eru

Það eru mikil tímamót í skólastarfi á Sauðárkróki nú í sumar. Í síðasta Feyki var rætt við skólameistara, aðstoðarskólameistara og annan áfangastjóra Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem nú láta af störfum og eiga að baki samtals ríflega 100 ára starfsævi. Þá var skólastjóri Árskóla, Óskar G. Björnsson, kvaddur af samstarfsfólki og nemendum við skólaslit á dögunum en Óskar hefur verið skólastjóri Árskóla alla tíð síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir undir einn hatt árið 1998. Já, 27 farsæl ár að baki sem skólastjóri hjá þessum öðlingi. Það var því ekki annað hægt en að leggja nokkrar spurningar fyrir Óskar.
Meira

Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra

Í byrjun mánaðar héldu Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) sameiginlega vinnustofu um íþróttir fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Vinnustofan var fyrir foreldra, forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir í sveitarfélaginu. „Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði. Miklar og góðar umræður sköpuðust um íþróttir fatlaðra í Skagafirði. Það verður gaman að vinna úr þeim punktum sem fram komu og koma þeim í farveg,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra.
Meira

Þjóðhátíðardagsskráin á Norðurlandi vestra

Þjóðhátíðin 17 júní er á næsta leyti og af því tilefni ætlar Feykir að taka saman það helsta sem í boði verður á Norðvesturlandi.
Meira

Selma Barðdal er nýr skólameistari FNV

Líkt og Feykir hefur greint frá þá ákvað Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að láta af störfum að loknu skólaári. Nú hefur Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, skipað nýjan skólameistara og það er Selma Barðdal Reynisdóttir sem hefur verið sett í embætti skólameistara FNV til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.
Meira

Fjörutíuogþrír nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráning Háskólans á Hólum fór fram þann 6. júní sl. Alls voru 43 nemar brautskráðir að þessu sinni. Flest þeirra luku diplómu í viðburðastjórn, alls 25 nemar. Dagbjört Lena Sigurðardóttir og Sigriður Lína Daníelsdóttir hlutu enn fremur verðlaun fyrir afbraðsárangur í námi í viðburðastjórn. Aðsókn í viðburðastjórnun hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og stefnir skólinn á að bjóða upp á framhaldsnám í faginu innan skamms.
Meira

Haldið upp á 30 ára afmæli Smára með pompi og prakt

Afmælishátíð Ungmenna og íþróttafélagsins Smára var haldin í gær við íþróttavöllinn í Varmahlíð. Smári er 30 ára um þessar mundir en félagið varð til við samruna fjögurra ungmennafélaga en þau voru:
Meira

Súpurölt, Sóli Hólm og sígilt sveitaball á Hofsós heim

Nú styttist óðum í árlegu bæjarhátíðina Hofsós heim sem fer jú eins og nafnið bendir til fram á Hofsósi. Dagskráin að þessu sinni stendur yfir dagana 20.-21. júní sem eru föstudagur og laugardagur og fólk getur þá notað sunnudaginn í að jafna sig, leyft ballvöðvunum að endurstilla sig, og njóta lífsins. Líkt og víðast annars staðar í þjóðfélaginu þá er það valkyrjustjórn sem stendur í brú hátíðarinnar, skipuð sex kraftmiklum dömum.
Meira