Mannlíf

Lóuþrælar á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Meira

Lóuþrælar fagna vori

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, síðasta vetrardag, og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.
Meira

Kvöldstund með kátum (h)eldri borgurum

Það blés hressilega á leið minni austur yfir Héraðsvötnin þegar ég lagði leið mína á frumsýningu Leikfélags Hofsóss á nýjustu uppfærslu sinni, Maður í mislitum sokkum, síðastliðið föstudagskvöld [24. mars – innskot PF]. En það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi meðan fylgst var með hinni settlegu ekkju Steindóru og nágrönnum hennar og óvæntum gesti á sviðinu í Höfðaborg. Fyrsta atriðið á sviðinu benti til þess að hér væri að ferðinni dæmigerður hurðafarsi en svo reyndist ekki vera. Vissulega gamanleikur en á nokkrum öðrum nótum og ekki síðri skemmtun.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2017

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga verður á sínum stað sem endranær í Sæluviku enda hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Reglurnar eru einfaldar; annars vegar botna vísnavinir fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnaþingi vestra, mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni um helgina og syngja vorið í borgina. Í Seltjarnarneskirkju munu kórfélagar þenja raddböndin á tónleikum sem fram fara laugardaginn 8. apríl og hefjast kl. 14:00.
Meira

Benedikt búálfur í Bifröst

10. bekkur Árskóla setur upp leikverkið Benedikt búálfur um þessar mundir í Bifröst. Efni leikritsins er flestum kunnugt enda hefur leikritið og bækurnar notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni í gegnum árin. Segir frá Dídí mannabarni sem finnur búálf heima hjá sér og ævintýrum sem þau lenda í.
Meira

Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.
Meira

Stefna suður með Bó og meira til - Myndband

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitning í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Ove og Siggi Sigurjóns í Skagafirði

Þjóðleikhúsið hyggst bruna norður í Skagafjörð og setja upp leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, nk. laugardag 25. mars kl. 20. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og er þegar með 50 uppseldar sýningar.
Meira