Mannlíf

Húnavakan nálgast óðfluga

Þær gerast ekki mikið glæsilegri bæjarhátíðirnar en Húnavakan á Blönduósi. Hún verður haldin dagana 17.-21. júlí og það er næsta víst að sólin verður í Húnabyggð – hvernig svo sem viðrar – sem og Stjórnin. Það er farið að kynda eftirvæntingarbálið á netinu og ekki annað að sjá en að dagskráin verði meiriháttar í ár.
Meira

Ferðamenn út um allar koppagrundir

Sumarið minnti á sig um liðna helgi en íbúum og gestum á Norðurlandi vestra var boðið upp á hlýindi og hæga sunnangolu. Umferð ferðalanga er nú komin á fullt á svæðinu en þegar blaðamaður átti leið um Skagann sl. sunnudag voru sjó bílar í Kálfshamarsvík og mest megnis erlendir túristar á vappi með myndavélar á lofti. Við Ketubjörg hafa verið gerð bílastæði og þau nýtti fólk sér í sumarblíðunni.
Meira

Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogsprestakall

Skagfirðingurinn séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall í Reykjavík. Í frétt á Vísir.is segir að prestakallið hafi þarnast nýs prests frá og með 1. ágúst, en þá verður fyrri prestur sóknarinnar, séra Guðrún Karls Helgudóttir, vígð til embættis biskups Íslands.
Meira

Það vantar enn prest í Skagafjörð

Enn hefur ekki verið ráðinn prestur í Skagafjörð í stað sr. Döllu Þórðardóttur sem lagði kragann á hilluna þann 1. desember síðastliðinn. Feykir hafði samband við nýjan prófast í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Sigríði Gunnarsdóttur, og sagði hún að ástandið mætti vera betra í prestamálum í Skagafirði en séra Bryndís Svavarsdóttir hefur þó verið ráðin fram til áramóta.
Meira

ÓB-mótið komið á fullt og tónleikar í Aðalgötu í kvöld

Nú um helgina fer fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar koma saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og eru um 116 lið skráð til keppni og eru þvi rúmlega 700 keppendur sem hlaupa nú sér til hita í norðanátt og bleytu. Reyndar er veðrið skaplegra núna því það hefur stytt upp og samkvæmt upplýsingum Feykis er stemningin á vellinum ágæt miðað við aðstæður.
Meira

Sólarhrings ævintýraferð út í Drangey | Gunnar R. Ágústsson vélamaður skrifar

Það mun hafa verið vorið 1964 eða 65 sem ég fór í ævintýraferð út í Drangey ásamt fleirum. Ég punktaði þessa ferð hjá mér í stórum dráttum einhverjum árum seinna því mér þótti þetta skemmtileg ferð og þess verð að varðveita hana. Svo fór hún ofan í skúffu með öðru textadrasli. Var ég nú á dögunum að taka til og blaða í skúffunni og þá birtist þessi grein. Ég las hana yfir og bætti í hana því sem mér þótti vanta. Kannski hafa einhverjir gaman af því að lesa hana.
Meira

Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði

Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Meira

Sameiningarkosningum Húna- og Skagabyggðar lýkur á laugardag

Kosningum um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar, sem hófust 8. júní síðastliðinn, lýkur nú laugardaginn 22. júní. Samkvæmt upplýsingum Feykis er kjörsókn 20% í Húnabyggð en í Skagabyggð er hún 45%. Þetta miðast við stöðuna í dag, fimmtudaginn 20. júní, að sögn Katrínar Benediktsdóttur, formanns kjörstjórnar.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Meyr og óendanlega þakklát

Það var meyr og óendanlega þakklát móðir hetjunnar Hrefnu Karenar sem Feykir talaði við eftir söfnunardaginn 14. júní síðastliðinn. Þá buðu Árni og Ragga á Hard Wok á Sauðárkróki fólki að kaupa rafrænan hamborgara og styrkja þannig við hetjuna Hrefnu Karen sem er tæplega tveggja ára og glímir við fjölþættan vanda og mikla fötlun.
Meira