Mannlíf

Afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem sigldu frá Sauðárkróki

Föstudaginn 8. september munu sjálfboðaliðar Icelandic Roots, auk félaga frá Norður-Ameríku, standa fyrir opinberri athöfn við Sauðárkrókskirkjugarð sem felst í afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada rétt eftir aldarmótin 1900 frá Sauðárkrókshöfn. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Meira

Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi á laugardaginn 2. september á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.
Meira

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira

„Framtíð kórsins er björt“

Á Hólahátíð sem fram fór um miðjan ágúst stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið stjórnandi kórs-ins frá árinu 2013 en lætur nú staðar numið. Helga segist í samtali við Feyki vera mjög þakklát fyrir að hafa unnið með öllu þessu góða fólki og kynnst fullt af góðri tónlist. Hún segir fjölda fólks hafa starfað í kórnum í gegnum árin, endurnýjun hafa verið töluverða en þó eru mörg af stofnfélögum kórsins enn starfandi í honum. Kórinn var stofnaður árið 2000 af Blöndhlíð-ingnum Sveini Arnari Sæmundssyni.
Meira

Frábærir danskennarar í nýjum dansskóla

Menningarfélag Húnaþings vestra er metnaðarfullt félag og fær margar flottar og skemmtilegar hugmyndir. Dansskóli er nýjasta hugmyndin sem orðið hefur að veruleika. Feykir heyrði í Sigurði Líndal formanni Menningarfélagsins og spurði hann aðeins út í tilurð dansskólans.
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

Feðgin úr Fljótunum snillingar í hrútaþukli

Íslandsmótið í hrútaþukli var haldið á sauðfjársetrinu á Ströndum nú á dögunum. Það vakti athygli að feðginin Fanney Gunnarsdóttir og Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum voru bæði á verðlaunapalli í keppninni.
Meira

Fámennt en góðmennt á Uppskeruhátið Húnabyggðar

„ Það gekk bara fínt, fámennt en góðmennt. Það sem stóð upp úr var að allir voru glaðir og ánægður þrátt fyrir smá skúrir. Veðrið í Vatnsdal mun betra en á Blönduósi eins og svo oft áður, “ segir Elfa Þöll Grétarsdóttir, ferðamálafulltrúi Húnabyggðar og skipuleggjandi Uppskeruhátíðarinnar, þegar Feykir spurði hvernig til hefði tekist.
Meira

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira

Sýningaropnun í Hillebrandtshúsi

Listsýningin Heima/Home verður opnuð í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi, laugardaginn 2. september kl. 14:00. Um er að ræða samsýningu fjölda áhuga- og atvinnulistafólks á norðvesturlandi þar sem útgangspunkturinn er hvað HEIMA stendur fyrir. Boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Meira