Mannlíf

Lundasýning opnar á morgun

Puffin and friends nefnist sýning sem opnuð verður á morgun laugardag á Aðalgötu 24 á Sauðárkróki sem í dag gengur undir nafninu Engill eða Engilshúsið sem hýsti áður rafmagnsverkstæðið Tengil. Sýningin hefst klukkan 11 árdegis. Hér er um sýningu að ræða sem gaman er fyrir ferðamenn sem og heimafólk að skoða.
Meira

Aukasýning á Allt er nú til

Annað kvöld, fimmtudag 18. maí kl. 20:00, verður aukasýning á söngleiknum Allt er nú til sem leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýndi í byrjun mánaðarins. Þegar hefur verið sýnt þrisvar sinnum fyrir þéttsetnu húsi og mjög góðar viðtökur ánægðra leikhúsgesta. Sýnt er í Félagsheimilinu Fellsborg.
Meira

Aukasýningar á Beint í æð

Aðsókn að Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks, Beint í æð, hefur verið góð enda um sprellfjörugan farsa að ræða. Aukasýningar verða annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 og á miðvikudagskvöld á sama tíma.
Meira

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Tónleikar á fimmtudag en ekki í kvöld

Í síðasta Sjónhorni urðu þau leiðu mistök að dagsetning á tónleikum Kirkjukórs Sauðárkróks í Hólaneskirkju misritaðist. Hið rétta er að tónleikarnir verða fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Fljótandi frúr á konukvöldi

Það var glatt á hjalla í sundlauginni á Hofsósi á miðvikudagskvöldið þegar 50 konur, víðsvegar að og á öllum aldri, fjölmenntu á konukvöld hjá Infinity Blue. Dagskráin var fjölbreytt og óhætt er að segja að allir ættu að hafa upplifað eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Meira

Börn fyrir börn í dag

Tónleikarnir Börn fyrir börn verða haldnir í dag, fimmtudaginn 4. maí, kl. 17 í Miðgarði. Tónleikarnir eru fjáröflunartónleikar og er markmið þeirra að safna fyrir nýju skynörvunarherbergi sem setja á upp í Iðju og einnig verður safnað í nýjan menningarsjóð fyrir börn og ungmenni sem stofnaður verður vorið 2017.
Meira

Allt er nú til - frumflutningur á Íslandi hjá Höfðaskóla á Skagaströnd

Nemendur á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd vinna nú að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til eftir Crouse & Weidman (seinni útgáfa). Tónlist er eftir Cole Porter. Það er Ástrós Elísdóttir sem leikstýrir hópnum. Hún er að vísu ekki bara leikstjórinn að þessu sinni, heldur líka þýðandi verksins sem og söngtexta. Allt er nú til (á fummálinu Anything goes) hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er hér ekki bara frumsýning á ferðinni, heldur frumflutningur á þessu leikriti hér á landi.
Meira

Falleg sýning í Gúttó

Myndlistarsýningin Litbrigði samfélags hefur skapað sér sess í Sæluviku Skagfirðinga en þá sýna félagar í myndlistarfélaginu Sólón afrakstur sköpunar sinnar í Gúttó á Sauðárkróki. þetta er í 9. sinn sem sýning er haldin á vegum Sólon og er vel þess virði að líta á.
Meira