Mannlíf

„Mínar bestu stundir eru þegar ég er í flæði að búa eitthvað til“

Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur verið á ferð um landið síðustu daga en tónleikaferðin hans, Einför um Ísland, hófst í Landnámssetrinu í Borgarnesi seint í júní. Ásgeir, sem eins og flestir ættu að vita að er frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra, mætir á sinn heimavöll laugardagskvöldið 20. júlí því þá leikur hann og syngur í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.
Meira

Húnavakan er eins og Volvo

Sara Lind Kristjánsdóttir býr ásamt Kristófer Loga syni sínum á Melabraut á Blönduósi. „Fluttum þangað í nóvember á síðasta ári. Annars er ég með annan fótinn á Hvammstanga þar sem Logi kærasti minn býr ásamt börnunum hans, Herdísi Erlu og Ými Andra. Ég starfa sem félagsmálastjóri Austur-Húnavatnssýslu og hef gert síðan í ágúst 2016,“ segir Sara Lind.
Meira

Signý í Landsbankanum á Skagaströnd ætlaði varla að þekkja sjálfa sig

Landsbankinn á Skagaströnd er fluttur úr Höfða yfir í Túnbraut 1-3. Við tiltektina í gamla útibúinu fann Signý Ó. Richter, þjónustustjóri bankans, gamla mynd af sér. „Ég ætlað varla að þekkja mig á myndinni,“ segir Signý og hlær dátt. Til gamans ákvað hún að taka aðra mynd á sama stað, um 30 árum síðar. Svona líður tíminn…
Meira

Tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu

Hendur stóðu fram úr ermum í Húnabyggð í gær þegar tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu, voru málaðar í regnbogalitunum, en þá sannaðist að margar hendur vinna létt verk. „Við fögnum fjölbreytileikanum í Húnabyggð,“ sagði í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
Meira

Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust?

„Já, það var glatað að það skyldi klikka,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduósingur, lögreglumaður og knattspyrnu-alt-muligt-mand, þegar Feykir nefnir við hann að það sé enginn fótboltaleikur hjá Kormáki/Hvöt á Blönduósi þessa Húnavökuna.
Meira

Slagarasveitin telur í Húnavökuna

Hin alhúnvetnska Slagarasveit ætlar að starta Húnavökunni með tónleikum í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi í kvöld, 17. júlí. Slagarasveitin mun meðal annars spila lög af nýlegri hljómplötu sveitarinnar sem verður til sölu á staðnum og gestir munu eflaust bresta í söng þegar strákarnir skella sér í Gráa fiðringinn, Vor á ný og Einn dag x Ein nótt þar sem Hugrún Sif, organisti með meiru, skerpir á raddböndunum.
Meira

„Það er fólkið sem er ómissandi“

„Húnavaka þróast með hverju árinu þó við höldum alltaf í gamlar góðar hefðir líka. Fyrir tveimur árum gerðum við verulegar breytingar, m.a. á staðsetningu hátíðarsvæðisins. Við reynum ávallt að bæta við nýjum og spennandi viðburðum sem gera hátíðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari,“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, reynslubolti í stjórnun Húnavöku, þegar Feykir spyr hvort Húnavakan sé alltaf að vinda upp á sig. Dagskráin er sérlega metnaðarfull og glæsileg í ár en Húnavakan verður á Blönduósi dagana 18. til 21. júlí.
Meira

Verð nokkuð virkur þátttakandi í Húnavöku

Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og gítarleikari, býr að Heiðarbraut númer 8 á Blönduósi en þessa dagana er hann mest að vinna eftir gott þriggja vikna sumarfrí á Spáni. Hvað skildi hann ætla að gera í Húnavöku?
Meira

Prófessor Skúli fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Beverton orðuna

Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, hlýtur í ár þann heiður að vera sæmdur Beverton orðu (Beverton Medal) Breska fiskifræðifélagsins (Fisheries Society of the British Isles). Hún er veitt einstaklingi fyrir framúrskarandi rannsóknir og langan feril er snýr að fiskum og nýtingu þeirra. Skúli er fyrsti Íslendingurinn sem fær þessi verðlaun.
Meira

Skemmtiferðaskip heimsótti Drangey

Því er misskipt mannanna láni. Fyrstu vikuna í júlí kom skemmtiferðaskipið Azamara Quest í Skagafjörðinn, fékk fínar móttökur en gestir fengu engu að síður norðanhryssing og þokudrullu. Í dag kom til hafnar á Sauðárkróki National Geographic Explorer í rjómablíðu, heiðskýru, hlýju og stilltu veðri. Fyrst staldraði skipið þó við í Drangey og nokkur hópur farþegar fór upp í eyju í fylgd þeirra hjá Drangeyjarferðum.
Meira