Mannlíf

Frambjóðendur og prúðbúnir kjósendur

Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira

Gísli á Uppsölum heimsækir Blönduós og aukasýning á Hvammstanga

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum á Blönduósi. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal fyrir mánuði síðan og hefur farið víða síðan við einstaklega góðar viðtökur.
Meira

Kaffi með Nes-listamönnum

Á morgun, laugardaginn 29. október verður opið hús í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd frá klukkan 16 til 18. Þar ætla listamenn október mánaðar að sýna verk sín.
Meira

Listamenn innblásnir af veru sinni á Blönduósi sýna í dag

Í dag verður verður áhugaverð sýning í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi sem ber yfirskriftina Meditatice Structure. Þar munu textíllistanemar sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu sýna verk sín. Er íbúum á svæðinu boðið að skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl þeirra á staðnum.
Meira

Uppselt á Gísla á Uppsölum

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur að undanförnu farið um landið með einleikinn Gísli á Uppsölum, sem er áhrifamikil sýning um einstakan mann, Gísla Oktavíus Gíslason. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu var Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um þennan vestfirska einbúa.
Meira

Innansveitarkrónika á kosningahelgi

Sönglögin kynna til sögunnar Innansveitarkróniku á kosningahelgi sem ber yfirskriftina Á atkvæðaveiðum. Verður blásið til tveggja skemmtikvölda í tali og tónum þar sem rifjaðar verða upp vísur og gamansögur um frambjóðendur fyrr og nú í bland við perlur úr dægurlagasögunni.
Meira

Stund klámsins

Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Með sunnudagskaffinu, heldur áfram á þessu hausti. Næst mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn „Stund klámsins“. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017.
Meira

Jan og Madeline kvödd með stæl

Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Meira

Í sambúð með Árskóla

Tónlistarskóli Skagafjarðar á Sauðárkróki hefur nú verið fluttur í húsnæði Árskóla. Þar með er allt skólahald í sveitarfélaginu fyrir nemendur á Grunnskólaaldri komið undir eitt þak. Þessu var formlega fagnað á starfsmannafundi í Árskóla í gær, þar sem Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, bauð Svein Sigurbjörnsson, skólastjóra tónlistarskólans, og hans starfsmenn velkomna í hópinn.
Meira