Mannlíf

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira

Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.
Meira

Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Meira

Airfryer námskeið Farskólans slær í gegn

Fyrsta námskeiðið í Eldað í Airfryer var haldið í fyrrakvöld og vakti mikla lukku. „Vel heppnað, mikil ánægja, mikið hlegið, mjög gagnlegt, út fyrir þægindaramman í tilraunastarfsemi og dásamlega góður matur, eru þær lýsingar sem við höfum heyrt frá þeim sem tóku þátt,„ segir á Facebook-síðu Farskólans
Meira

Ný stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hélt aðalfund í gær og segir í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar að góð mæting hafi verið á fundinn og félagar sammála um að reksturinn gangi vel og tækifæri séu fyrir sveitina til að halda áfram að vaxa og dafna. Á fundinum var ný stjórn kjörin og var Einar Ólason kosinn formaður.
Meira

Útgáfuhóf í Gránu í tilefni af útkomu Skagfirðingabókar 43

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2024, er komin út og verður senn dreift til áskrifenda. Ákveðið er að næstkomandi sunnudag, þann 14. apríl, verði haldið útgáfuhóf í Gránu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Þar verður opið hús frá kl. 14 þar sem bókin verður kynnt og nokkrir af höfundum munu koma þar fram og spjalla við gesti.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga en við setningu hennar hafa síðustu átta árin verið veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Svo verður einnig í ár em nú verða þau veitt í níunda sinn. Setning Sæluviku fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en nú vantar aðeins að íbúar sendi inn tilnefningar.
Meira

Nemendur tóku snið og saumuðu sér náttbuxur

Í þessari viku hafa nemendur í 8.-10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd verið í list- og verkgreinaviku þar sem áherslan hefur verið á textíl. Fram kemur í föstudagspistli á heimasíðu skólans að nemendur hafi staðið sig mjög vel en þau hafa lært listasögu, farið í Textílmiðstöðina í Húnabyggð og tekið snið og saumað sér náttbuxur.
Meira

Gott að eldast í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga eru þátttakendur í þróunarverkefni sem gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að opinn kynningarfundur um verkefnið verði haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 16:15-17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Skólastjórinn hljóp í skarðið

Árshátíð yngsta- og miðstigs Varmahlíðarskóla var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn þar sem börnin sýndu fyrir fullum sal og stóðu sig öll með stakri prýði. Það hefur svo sannarlega sýnt sig og sannað hvað það er mikils virði að byrja strax að þjálfa börn í að koma fram í sýningum sem þessum. Sem skilar sér svo í glæsilegum sýningum í eldri bekkjunum og jafnvel alla leið í framhaldsskólann.
Meira