Karlakórinn Heimir brattur í Brighton
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
24.06.2025
kl. 14.10
Í 98 ára sögu Karlakórsins Heimis hafa kórferðir verið æði stór hluti af starfinu. Auðvitað hafa ferðir innan land verið langflestar en utanlandsferðir hafa líka verið stór hluti af starfinu og kannski það sem hefur verið mönnum eftirminnilegast. Það hefur verið stefnan að fara á fjögurra til fimm ára fresti í utanlandsreisu. Vorið 2017 fór kórinn í stóra og mikla ferð til vesturstrandar Canada, nánar tiltekið til Vancouver og Victoria. Var sú ferð stórvel heppnuð og verður lengi í minnum höfð.
Meira
