Mannlíf

„Það voru auðvitað alls konar svindlmiðar hér og þar“

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ólst upp á Blönduósi en nefnir líka Sólheima í Svínadal og Kringlu í Torfalækjahreppi ef hún þarf að fara aftar í upprunann. Hugrún hefur búið á Skagaströnd í tæp tuttugu ár, er gift, á börn, barnabarn og hund. Hugrún vinnur í Tónlistarskóla Austur -Húnavatnssýslu, í Hólaneskirkju og einnig hér og þar við að flytja tónlist. Hún sagði Feyki aðeins frá fermingardeginum sínum.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira

Mjög gaman að skipuleggja veisluna

Árelía Margrét Grétarsdóttir býr á Hólmagrundinni á Króknum og verður fermd af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Árelía Margrét fermist þann 13. apríl í Sauðárkrókskirkju og er dóttir Ásu Bjargar Ingimarsdóttur og Grétars Þórs Þorsteinssonar. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Meira

„Ég var skotin í öllum strákunum“

Vala Kristín Ófeigsdóttir er frá Hofsósi og býr þar á Kirkjugötunni. Vala er gift Helga Hrannari Traustasyni frá Syðri-Hofdölum og á með honum fimm börn. Vala vinnur í Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi. Hún svaraði nokkrum spurningum Feykis um fermingardaginn sinn. „Ég fermdist í Hofskirkju 19. maí 2001 með Silju vinkonu minni frá Hofi.“
Meira

Er að safna pening til að kaupa matarvagn

Egill Rúnar Benediktsson verður fermdur í Sauðárkrókskirkju þann 13. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar Egils Rúnars eru Ásbjörg Ýr Einarsdóttir (Obba á Wanitu) og Benedikt Rúnar Egilsson. Egill svaraði spurningum Feykis varðandi undirbúning fermingarinnar og eitt og annað tengt deginum.
Meira

Fólk hafði mikinn áhuga á nýrri aðkomu að Sauðárkróki

Miðvikudaginn 2. apríl var opinn kynningarfundur í Miðgarði í Varmahlíð á breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Að sögn Sæunnar Kolbrúnar Þórólfsdóttur, skipulagsfulltrúa Skagafjarðar, gekk fundurinn vel, 56 manns mættu, en það var kannski ekki til að auka mætinguna að sama kvöld var fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni körfunnar í Síkinu. Það hefur áhrif.
Meira

Vel heppnað ársþing SSNV fór fram í Gránu í gær

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og tókst vel til. Í frétt á vef SSNV segir að góð mæting hafi verið á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi annarra góðra gesta.
Meira

Húsfyllir á opnum fundi með Hönnu Katrínu og Bændasamtökunum

Húsfyllir var í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær á opnum fundi atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, sem ber heitið Frá áskorunum til lausna. Húnahornið segir frá því að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands hafi hafið fundaröð um landið sl. mánudag en tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Alls verða fundirnir sjö á landsbyggðinni.
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira

Ungir Skagstrendingar í fjársjóðsleit

Það segir frá því á vef Höfðaskóla á Skagaströnd að í dag tóku nemendur þátt í skemmtilegu útinámi þar sem þeir æfðu kortalæsi, upplýsingalestur og leiðsögn. Verkefnið fór fram á tjaldsvæðinu og var unnið í fimm hópum.
Meira