Met þátttaka á Umhverfisdegi Fisk Seafood
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
09.05.2025
kl. 09.29
Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn laugardaginn 3. maí síðastliðinn í frábæru veðri. Markmið þessa dags er að sameinast í útiveru með fjölskyldu og vinum með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þátttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Í tilkynningu sem kom frá Fisk Seafood segir að enn eitt metið hafi verið slegið í ár þ.e. að alls mættu 927 einstaklingar fyrir 16 aðildafélög og/eða deildir innan UMSS í Skagafirði til að plokka og í heildina var 21.4 tonn af rusli tínt upp þennan daginn.
Meira
