Mannlíf

Safnljóð Gísla Þórs komin út

Út er komin ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Safnljóð 2006-2016, en um er að ræða úrval ljóða úr þeim fimm ljóðabókum sem áður hafa komið út frá sama höfundi. Bækurnar spanna tímabilið frá árinu 2006 til 2010. Einnig er að finna texta við lög Gísla af fjórum plötum sem hann hefur gefið út á árunum 2012 -2016.
Meira

Bólu-Hjálmar settur á frest

Dagskrá sem vera átti um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu á Löngumýri í Skagafirði hefur verið frestað vegna versnandi veðurs og slæmrar veðurspár. Búist er við vaxandi norðan- og norðvestanátt með éljagangi um landið norðanvert.
Meira

Opnar vinnustofur í Gúttó

Sólon Myndlistarfélag á Sauðárkróki verður með opnar vinnustofur í Gúttó frá 18. nóvember og til jóla. Opið verður á föstudögum frá 17 – 20 og laugardögum frá 13 – 16.
Meira

Gísli Þór með safnljóðabók

Um þessar mundir fagnar Gísli Þór Ólafsson 10 ára útgáfuafmæli, en hans fyrsta ljóðabók, Harmonikkublús, kom út árið 2006. Í kjölfarið komu út fjórar ljóðabækur og fjórir hljómdiskar. Í bókinni,sem nefnist Safnljóð 2006-2016, er úrval ljóða og texta úr bókunum og af hjómdiskunum. Að sögn Gísla Þórs er stefnt á útgáfu eftir nokkrar vikur.
Meira

Bólu-Hjálmars minnst á degi íslenskra tungu

Á miðvikudaginn í næstu viku verður boðið til dagskrár um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Það eru Skagfirski kammerkórinn, nemendur 7. bekkjar í Varmahlíðarskóla og Kór eldri borgara sem koma fram á skemmtuninni, sem verður að Löngumýri kl. 20 um kvöldið.
Meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar útdráttur úr ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnd. Var verkið meðal annars sýnt í Grunnskólanum austan Vatna og þar var meðfylgjandi mynd tekin.
Meira

Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.
Meira

Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur

Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira

Örvar lofthræddi í heimsókn í Skagafirði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Meira

Hamingjan í lífi og starfi

Fimmtudaginn 3. nóvember býður Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar upp á opinn fyrirlestur í Húsi Frítímans kl. 20:00. Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, ráðgjafi, kennari og fyrirlesari sem heldur meðal annars úti síðunni Hamingjuhornið. Fyrirlesturinn snýst um það sem kemur okkur öllum við: hamingjuna.
Meira