Heimagerðir hamborgarar og hollari sjónvarpskaka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
25.04.2020
kl. 13.47
Hjónin Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal lögðu til uppskriftir í matarþátt Feykis í 18. tbl. 2018. Þau búa á Blönduósi þar sem Kristján er fæddur og uppalinn en Arnrún kemur frá Skagaströnd. Kristján er annar stýrimaður á Arnari HU 1 og Arnrún starfar sem hárgreiðslumeistari auk þess að vera í kennaranámi. Jafnframt reka þau litla smábátaútgerð. „Við hjónin leggjum mikið upp úr hreinu mataræði og gerum flest alveg frá grunni. Þessir hamborgarar eru lostæti og slá alltaf í gegn. Þeir eru svo miklu betri en þessir „venjulegu”. Við mælum eindregið með að fólk prófi og sé ekki hrætt við sætkartöflubrauðin. Þau eru mjööög góð, við lofum,“ segja þau Arnrún og Kristján.
Meira