Matgæðingar

Súpur og naan brauð

Það er ekki langt síðan ég fór að kunna að meta súpur því þegar ég var yngri þá hataði ég þær. Kannski vegna þess að mér fannst súpur ekki vera matur heldur drykkir og heitir drykkir voru, að mínu mati, eitthvað ógeðslegt. En með tilkomu mexíkósku kjúklingasúpurnar fór ég að gefa þeim meiri séns og viti menn þetta er bara með því betra. Reyndar eru súpur í dag mikið matarmeiri en hér áður fyrr þegar boðið var upp á pakkasúpurnar eins og blómkáls- og broccolisúpur og ekki gleyma bugðunum sem voru með, jakk...
Meira

Nokkrar góðar með keilu

Eflaust eru einhverjir sem reka upp stór augu og hugsa… hvað er keila? En þetta er fisktegund sem maður heyrir ekki oft um og því um að gera að koma með nokkrar girnilegar uppskriftir sem innihalda þennan fisk. Keila hefur, því miður, orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna en er mjög góður fiskur og auðvelt að nálgast hann í fiskbúðum. Keilan er löng, með sívalan bol og étur helst krabbadýr og annan smáfisk. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 120 cm löng en fullvaxin er hún oftast um 40-75 cm og um 0,5-3 kg og getur orðið 40 ára gömul. (upplýsingar teknar af matis.is og audlindin.is)
Meira

Tortillaterta og snakkbrauðréttur

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var svolítið svöng þegar ég fór á stúfana með hverju Feykir ætti að mæla með í tbl 28, 2022, og það kom að sjálfsögðu eitthvað óhollt upp í höfuðið á mér og í þetta skipti langaði mig í snakk… Ætla að sjálfsögðu ekki að láta það eftir mér en kannski væri gaman að prufa þessar skemmtilegu uppskriftir sem innihalda snakk og fékk ég þær af síðunni mommur.is – mæli með að skoða síðuna þeirra, það er fullt af flottum uppskriftum hjá þeim.
Meira

Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili.
Meira

Tilbreytingar á Hafragrautnum góða

Hafragraut þekkja allir landsmenn og hefur hann verið algengur morgunmatur frá því seint á 19. öld því þá jókst innflutningur á höfrum til landsins. Vinsældir hans dvínuðu hinsvegar lítillega á 20. öldinni því þá kom á markaðinn annars konar morgunkorn sem yngri kynslóðin sótti meira í. En það sem er hægt að gera með hafragrautinn er kannski ekki hægt að gera með annað morgunkorn það er að bragðbæta hann með ýmsu góðgæti. Hér koma nokkrar útfærslur.
Meira

Feykir mælir með eggjaköku og eftirrétti fátæka mannsins

Það eru alveg að koma mánaðarmót og þá fer maður oft að skoða hvað situr eftir inn í ísskáp sem væri hægt að nota í eitthvað ljúffengt og gott. Feykir mælir því með, að þessu sinni, ofnbakaðri eggjaköku með grænmeti og svo eftirrétti fátæka mannsins sem er brauðbúðingur með vanillusósu.
Meira

Ljúffengir fiskréttir - hugmyndir fyrir kvöldmatinn í kvöld

Það er sunnudagur í dag og þá vill oftar en ekki vera eitthvað létt í matinn eftir mikið helgarát. Þá er tilvalið að leita uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við eldamennsku í kvöld.
Meira

Matgæðingar í tbl 27 - Heimagerðar kjötbollur og djöflakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 27, 2022, voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Páll Ísak Lárusson og búa þau á Ytra-Skörðugili 1. Þau hafa búið í Skagafirði í rúm tvö ár en í ágúst, í fyrra, fluttu þau í nýja húsið sitt.
Meira

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira