Matgæðingar

Matgæðingur vikunnar - Kalt nautakjöt í japönskum stíl og humarhalar

Matgæðingur í tbl 3 er Sandra Gestsdóttir frá Tröð í Skagafirði. Sandra býr í Hafnafirði ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vinnur hjá þróunardeildinni hjá Össuri ehf.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Rissoles (kjötbollur) og Anzac kaka

Matgæðingur í tbl. 2 í ár er Björg Árdís Kristjánsdóttir og er hún uppalin á Króknum. Björg býr núna í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manninum sínum, Andrew Osborne frá Adelaide í Ástralíu, ásamt tveim börnum, Isobel Soleyju, þriggja ára og Patreki Ara sem verður tveggja ára í byrjun mars.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Matgæðingur vikunnar - kjúklingabringur og banana - döðlubrauð

Matgæðingurinn í fyrsta tbl. ársins er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skagafirði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands.
Meira

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira

Verður seint kallaður meistarakokkur

Það er körfuboltastjarna Skagafjarðar, Axel Kárason, sem var matgæðingur vikunnar í tbl 10 á þessu ári. En hann er ekki bara lunkinn með boltann hann er einnig dýralæknir á Dýraspítalanum Glæsibæ og situr í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd framsóknarmanna. Hann býr í Vík í Staðarhreppi ásamt kærustunni, Leana Haag, og eru þau undir verndarvæng lénsherrans og landeigandans Ómars á Gili.
Meira

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Folaldafille með brokkolísalati og sveppasósu

Matgæðingur í tbl 7 á þessu ári var Friðrik Már Sigurðsson en hann býr á Lækjamóti í Húnaþingi vestra ásamt eiginkonu sinni, Sonju Líndal Þórisdóttur, og tveimur börnum. Friðrik situr í sveitarstjórn og í byggðarráði í Húnaþingi vestra og er einnig meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ekki nóg með það þá eru bústörfin, tamningar og þjálfun hesta eitthvað sem hann sinnir ásamt öllu hinu.
Meira

Steikt svínasíða og öskudagsbollur

Það eru þau Frímann Viktor Sigurðsson og Ditte Clausen í Varmahlíð sem sáu um matarþáttinn í tbl 6 á þessu ári en það var hann Gunnar Bragi sem skoraði á þau að bjóða upp á eitthvað danskt því Ditte er frá Suður Jótlandi en hefur búið hér síðustu tíu árin.
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira