Matgæðingar

Feykir mælir með grilluðum kjúkling með sataysósu og Camembert í ofni

Loksins er að koma smá vorfílingur í mann og þá byrjar allsherjar grillvertíð á mínu heimili. Kjúklingur er eitthvað sem er auðvelt að fá krakkana til að borða og það er eins og þau ætli úr límingunum þegar maður bíður þeim upp á kjúklingaspjót. Ég mæli með að gera tvöfalda uppskrift því þau eru líka góð daginn eftir og ekki skemmir fyrir að notast við þessa sataysósu því hún er guðdómlega góð. Ég hef svo náð að klúðra Camembert osti í ofni, já þið lásuð rétt, en ástæðan var að ég setti hann á eitthvað glerfat sem ég hélt að ætti að þola smá hita en viti menn það gerði það ekki. Fyrir vikið sat ég uppi með að taka ofninn minn í gegn og á þar að leiðandi ennþá eftir að prufa þessa uppskrift sem verður vonandi um helgina.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Fiski taco og kókosbollumarengs

Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á myndgreiningardeild SAk.
Meira

Grillaður kjúklingabringuborgari og heit eplakaka

Matgæðingur í tbl 25, 2021, var Valgerður Karlotta Sverrisdóttir en hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr í dag í Reykjavík. Þangað flutti hún árið 1996 og er gift tveggja barna móðir. Hún á þau Sverri Má, 16 ára sem byrjaði í framhaldsskóla síðasta haust, og Filippíu Huld, sem verður 21 árs í haust og er nemandi við HÍ að læra ensku. Valgerður menntaði sig sem kjólasvein en hefur unnið á lögfræðistofu í 15 ár en passar sig á að njóta lífsins.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Beikonvafinn skötuselur og súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar er Ragnar Helgason, fjármálaráðgjafi einstaklinga hjá Arion banka á Sauðárkróki. Ragnar er giftur Erlu Hrund Þórarinsdóttur, sérfræðingi í fjármálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, en saman eiga þau synina Mími Orra, Rökkva Rafn og Hugin Frey. Ragnar ólst upp í Varmahlíð, bjó um tíma í Reykjavík en flutti svo á Krókinn fyrir sex árum síðan og hér vill fjölskyldan vera.
Meira

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu

Matgæðingar í tbl 22, 2021, voru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eiginmaður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Nautavefjur og epladásemd

Þröstur Magnússon fékk áskorun frá vini sínum, Árna Geir Sigurbjörnssyni, og var Þröstur ekki lengi að koma með tvær uppskriftir sem ykkur á örugglega eftir að líka vel við. Þröst þekkja margir á Króknum en hann er eigandi Myndunar hf. sem býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá fatamerkingum upp í bílamerkingar ásamt ýmsu öðru.
Meira