Matgæðingar

Grillað folaldafille með fíneríi

Matgæðingur í tbl 3 á þessu ári var Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er umsjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ.
Meira

Kjúklingaréttur og pavlóvur

Matgæðingur vikunnar í tbl 1 á þessu ári var Róbert Smári Gunnarsson, sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, og er bæði Fljótamaður og Króksari. Róbert býr í Skagafirðinum og stundar nám við Háskólann á Hólum. „Ég hef gaman af því að elda og baka og hef gaman af að prófa mig áfram. Amma mín, Imba Jós, naut þess ágætlega (held ég) í sumar, þegar ég reyndi að sýna listir mínar fyrir henni í eldhúsinu. Hugsa það hafi hafi gengið bærilega, allavega samkvæmt henni sjálfri og Bjögga frænda,“ segir Róbert Smári.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Steikarsamloka og smá sætt í eftirrétt

Ég veit um fátt betra en góða steikarsamloku með nautakjöti, bearnaise og fröllum. Þegar ég var að vinna í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugarveginum, elskaði ég að rölta á veitingastaðinn Vegamót í hádeginu og fá mér eina slíka – því hún klikkaði aldrei. Við Binni gerum stundum svipaða samloku þegar við komumst yfir gott nautakjöt því það skiptir svo miklu máli ásamt sósunni.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

Kjúklingasúpa og guðdómlegt gums

Sigríður Stefánsdóttir og Halldór G. Ólafsson, sem búa í Sænska húsinu á Skagaströnd, voru matgæðingar vikunnar í tbl 43, 2020. Sigríður, eða Sigga hjúkka eins og hún er oftast kölluð af samborgurum sínum, er hjúkrunarfræðingur hjá HSN og vinnur á heilsugæslunni þar sem hún hefur fylgt fólki bókstaflega frá vöggu til grafar. Halldór, sem oftast er kallaður Dóri, er menntaður sjávarútvegsfræðingur en starfar nú sem framkvæmdastjóri BioPol ehf.
Meira

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Humar, grillaður lax og panna cotta

Matgæðingar vikunnar í 48. og síðasta tölublaði ársins 2018 voru þau Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen á Sauðárkróki. „Á okkar heimili er oftast eldað hratt í miklum látum og hversdagsmatur er iðulega á matseðlinum. Okkur finnst báðum skemmtilegt að elda og þegar tækifæri gefst þá finnst okkur afar skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu.“
Meira

Partýréttir sem aldrei klikka

Það voru þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd sem sáu um matarþátt Feykis í 47. tbl. Feykis í desember árið 2018. Þau gáfu lesendum uppskriftir að nokkrum partýréttum sem klikka aldrei. „Fyrsti rétturinn er frá Maju vinkonu,“ sagði Hrefna Dögg, „ég smakkaði hann fyrst þegar ég var hjá henni á áramótunum og tengi ég hann því alltaf við áramótin. Þetta er fljótlegt og ofureinfalt og er gert við hvert tækifæri hjá okkur.“
Meira

Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
Meira