Matgæðingar

Saltfiskur og pönnukökueftirréttur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingarnir að þessu sinni fengu áskorun frá Ragnheiði og Halldóri sem voru í tbl. 32, 2024. En það eru þau Erla Kjartansdóttir fv. skólabókasafnskennari og Óskar G. Björnsson skólastjóri í Árskóla á Sauðárkróki sem búa í Háuhlíðinni á Króknum sem tóku við þættinum og birtist hann í tbl. 34 í fyrra.  
Meira

Lambakórónur og sítrónumús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 32, 2024, voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir og Halldór Halldórsson en það voru þau Lóa og Muggur sem skoruðu á þau hjón. Ragnheiður starfar sem deildarstjóri á yngsta stigi í Árskóla og Halldór er héraðsdómari á Sauðárkróki.
Meira

Taco skálar og Dísudraumur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 31, 2024, voru Stella Dröfn Bjarnadóttir, fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði, og Jóhannes Geir Gunnarsson, fæddur og uppalinn á Efri Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu. Stella og Jóhannes búa á Efri-Fitjum ásamt börnum þeirra tveim.
Meira

Piccata kjúklingur og Creme brulée | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 30, 2024, voru Muggur og Lóa (Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir) en þau búa á Sólvöllum, Skagfirðingabraut 15, á Sauðárkróki. Mugg þekkja flestir á Króknum en hann hefur verið vallarstjóri á golfvellinum í rúm 20 ár en Lóa starfar sem grunnskólakennari í Árskóla.
Meira

Kjúklingaréttur og ástríðufull marengsterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 29, 2024, var Margrét Árnadóttir, Hofsósingur með siglfirskt og Strandablóð í æðunum. Margrét er búfræðingur og líður best í sveit með kindum og kúm. Hún hefur unnið í KS Hofsósi undanfarin ár ásamt því að vinna í fjósi frá því síðasta haust þar sem hún uppgötvaði að henni líkar mun betur við kýr en hana grunaði. Sl. haust skildu þó leiðir þar sem hún dreif sig í stórborgina og fór að vinna í leikskóla.
Meira

Lærapottur og rabarbarapæ | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 26, 2024, voru þau Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir. Ægir þekkja flestir Skagfirðingar, hann er myndlistarkennari í Árskóla og fjöllistamaður og Guðrún vinnur hjá Landsvirkjun. Ægir er Króksari sem á ættir að rekja í Hafnarfjörðinn og Eskifjörð og Guðrún segist vera Norðlendingur en býr í dag á Akureyri.
Meira

Indverskur gúllasréttur og karamellukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 20, 2024, voru þau Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson. Þau búa í fallega rauða húsinu á Bárustígnum á Króknum ásamt börnum þeirra tveim, Ingu Rún og Björn Aron.
Meira

Sloppy Joe og heimatilbúinn ís | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 19, 2024, voru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir. Tómas er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en Agnes kemur frá Selfossi en flutti í Mosfellsbæinn á unglingsárunum. Tómas og Agnes kynntust árið 2007 þegar þau unnu bæði upp í Kárahnjúkum en það var ekki fyrr en árið 2019 sem Tómas náði loksins að draga Agnesi í fjörðinn fagra. Tómas starfar hjá Vörumiðlun og Agnes er hársnyrtir á Klippiskúrnum. Þau eiga saman þrjú börn, Fanneyju Emblu, fædda 2009, Orra Frey, fæddan 2012 og Köru Sjöfn, fædda árið 2019. Þau eiga einnig hundinn Tind sem er sex ára gamall Bichon Frise.  
Meira

Grillaður hunangssilungur og heimagerður frómas | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl. 18, 2024, voru Árni Gunnarsson og Elenóra Jónsdóttir á Sauðárkróki. Árni er frá Flatatungu í Akrahreppi, hinum forna, og eru foreldrar hans Gunnar heitinn Oddsson, bóndi í Flatatungu, og Helga Árnadóttir, húsfreyja, en Helga er fædd og uppalin á Akranesi. Árni ólst upp í firðinum fagra en flutti til Reykjavíkur eftir stúdentspróf til að nema sagnfræði við HÍ og síðar Háskólann í Bielefeld í Þýskalandi og vann þar sem blaða- og fréttamaður með náminu. Elenóra er fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
Meira

Thai kjúklingaréttur og Toblerone-mús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 17, 2024 voru Guðrún Sonja Birgisdóttir og Magnús Eyjólfsson. Guðrún og Magnús eru eigendur af Retro Mathús sem þau reka á sumrin á Hofsósi en á veturna starfar Guðrún í Vörumiðlun og Mangi bæði múrar og flísaleggur. Guðrún er uppalin í Skagafirði, bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, en Magnús ólst aðallega upp í Svíþjóð en þau eru búsett á Hofsósi í dag.
Meira