Matgæðingar

Bruchetta og karrýfiskurinn hennar mömmu | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 14, 2024, voru Berglind Ósk Skaptadóttir, dóttir Skapta frá Hellulandi og Sillu frá Ljósalandi/Bergstöðum, og Guðmar Freyr Magnússon, sonur Valborgar frá Tunguhálsi 2 og Magnúsar Braga frá Íbishóli. Berglind og Guðmar eru bæði uppalin í Skagafirði og eiga saman tvo drengi. 
Meira

Gæsalæri og hraðkaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 13, 2024, var Guðrún Ólafsdóttir á Kríthóli í Skagafirði en hún fékk áskorun frá Eyrúnu Helgadóttur sem býr á Akurbrekku í Húnaþingi vestra. Guðrún er gift Sigþóri Smára Sigurðssyni og þau eiga saman tvær stelpur, þær Rebekku Ósk og Snæbjörtu Ýr.
Meira

Þorskur í rjómasósu og kotasælupönnukökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 12, 2024, var Katrīna Geka en hún kemur frá Lettlandi og býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum, Davis Geks, og syni þeirra Teodors. Katrīna er lífsstílsblaðamaður hjá fyrirtæki sem heitir Delfi sem er netfréttamiðill í Eystrasaltsríkjunum. Katrīna er ein af þeim sem sér um dálk sem heitir DelfiLife og þar er fjallað um ferðalög, heilsusamlegt líferni, menntun og persónulegan þroska ásamt ýmsu öðru. Davis er hins vegar, eins og flestir Króksarar vita, að spila með meistaraflokki karla í Tindastól.
Meira

BBQ rif og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2024, voru Eyrún Helgadóttir og eiginmaður hennar Bjarni Kristmundsson. Eyrún og Bjarni eru bændur á Akurbrekku en Eyrún er einnig nuddfræðingur og Bjarni alltmuligman. Þau fluttu á Akurbrekku lok árs 2023 en bjuggu áður á Borðeyrarbæ og eru búin að koma sér vel fyrir með 420 kindur, ellefu hænur og einn hund á bænum.
Meira

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira

Hamborgarar og konfektkúlur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 9, 2024, var Ingimar Sigurðsson en hann býr á Kjörseyri í Hrútafirði og hefur búið þar í nærri fimmtán ár. Ingimar langar til að byrja á að þakka Rósu vinkonu sinni fyrir að skora á sig í þetta verkefni, en það er erfitt að feta í fótspor hennar þegar kemur að tilþrifum í eldhúsinu. Ingimar hefur reyndar bara heyrt sögur af þessum tilþrifum (frá henni) en Rósa hefur aldrei boðið honum í mat!
Meira

Kartöflupönnukökur og „Royal Kibinukų" | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 8, 2024, var Aistė Drungilienė en hún vinnur hjá 1238 á Króknum. Aisté og maðurinn hennar, Adomas Drungilas leikmaður meistaraflokks karla í Tindastól, eru frá Litháen. Aisté og Adomas hafa búið á Króknum ásamt sex ára dóttur í næstum fjögur ár og eru því farin að kalla Krókinn sitt annað heimili.
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira

Kjúklingapasta og heimabakað hvítlauksbrauð | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6, 2024, var Steinunn Gunnsteinsdóttir og er maðurinn hennar Jón Eymundsson. Þau búa í Iðutúninu á Króknum og eiga þrjú börn. Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón starfar hjá K-Tak. ,,Góður pastaréttur slær alltaf í gegn á okkar heimili og ennþá betra þegar við bætum við heimabökuðu hvítlauksbrauði."
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira