Matgæðingar

Rækjur í hunangs- og hvítlaukssósu og döðlukaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 38, 2023, voru Sandra Hilmarsdóttir, starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, og Birkir Fannar Gunnlaugsson, starfar hjá Steinullinni. Sandra er fædd og uppalin á Króknum en Birkir er innfluttur frá Siglufirði. Sandra og Birkir hafa búið á Króknum síðan 2015 og eiga saman tvo drengi, Hauk Frey og Kára Þór. 
Meira

Siggu pizza og heitur eplaréttur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2023, var Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, leikskólakennari. Maðurinn hennar er Óskar Steinsson og eiga þau saman tvo syni. Aðalbjörg eða Alla eins og flestir þekkja hana undir á ættir sínar að rekja í Skagafjörðinn en er fædd í Austur Húnavatnssýslu, móður amma hennar og afi voru Ögmundur Eyþór Svavarsson og María Pétursdóttir.
Meira

Eggjaquesadilla og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 36, 2023, voru Guðlaugur Skúlason, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, og Sigrún Ólafsdóttir, fædd og uppalin á Krithóli. Guðlaugur starfar í dag hjá SSNV en Sigrún er útibússtjóri hjá Arion banka á Sauðárkróki. Þau hafa búið á Króknum síðan 2016 og eiga saman tvö börn, Darra fæddan 2017, og Dagnýju fædda 2020.
Meira

Gæsasalat og hreindýrasteik | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 44 árið 2023 voru Elvar Örn Birgisson og Elín Petra Gunnarsdóttir. Þau eiga saman fjögur börn: Birgittu Katrínu 9 ára, Þorvald Heiðar 6 ára, Álfheiði Báru 4 ára og Rúrik Örn eins árs. Elvar og Elín búa á bænum Ríp í Hegranesinu þar sem þau eru með sauðfjárbú, ferðaþjónustu og hross í fjölskyldurekstri með foreldrum Elvars og systkinum. 
Meira

Gómsæt listaverk

Um miðjan nóvember kom út Stóra brauðtertubókin og er nokkuð ljóst á titlinum hvað innihald bókarinnar felur í sér. Þarna er á ferðinni 223 blaðsíðna uppskriftarbók með fallegum myndum af þjóðarrétti Íslendinga, brauðtertunni. Feykir hefur lengi verið mikill aðdáandi brauðtertunnar og fylgist grant með Facebook-hópnum Brauðtertufélagið Erla og Erla þar sem áhugafólk brauðtertunnar deilir myndum af listaverkunum sínum sem það hefur dundað við að gera fyrir alls konar tilefni.
Meira

Svangi Mexíkaninn og mangóterta | Feykir mælir með.....

Við kíktum aðeins á matarbloggið hjá Albert eldar og fundum tvær girnilegar uppskriftir til að deila með ykkur ágætu lesendur. Að þessu sinni varð fyrir valinu heitur réttur sem nefnist Svangi Mexíkaninn og væri tilvalið að prufa yfir hátíðarnar sem fram undan eru og svo fylgir með létt og frískandi uppskrift að mangótertu sem þarf ekki að baka og því mjög auðveld í framkvæmd.
Meira

Kjúklingur með bláberjasósu og þristarúlluterta | Feykir mælir með....

Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með kjúklingi í potti með bláberjabombu og þristarúllutertu. Þessar uppskriftir og myndir koma frá matarbloggsíðunni www.hanna.is.
Meira

Kjúklingapottréttur og bananaterta | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 35 árið 2023 var Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir en hún er fædd og uppalin í Tunguhlíð í Lýtingsstaðahreppi og hefur alltaf átt heima í Skagafirðinum fyrir utan eitt ár er hún fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Guðbjörg vinnur sem sérkennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og á tvö börn, Hrafnhildi Ósk, fædd 2004, og Sæmund Inga sem er fæddur 2011. „Stundum finnst mér mjög gaman að elda og sæki frekar í eitthvað einfalt og þægilegt en alltaf finnst mér jafn leiðinlegt að ganga frá eftir matinn,“ segir Guðbjörg.
Meira

Lambafillet með stökkri puru og espresso martin | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 46 árið 2023 var engin önnur en Ásbjörg Einarsdóttir sem oftast er kölluð Obba. Eiginmaður hennar er Benedikt Rúnar Egilsson og eiga þau saman þrjú börn, Egil Rúnar, Elsu Rún og Maríu Guðrúnu. Obba á og rekur Wanitu snyrtistofu í Birkihlíðinni á Króknum sem einnig selur fatnað frá M-fitness ásamt ýmsu öðru sniðugu en Benni vann hjá Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Obba sér um eldamennskuna á heimilinu en þegar grillið er tekið fram sér Benni alfarið um það. 
Meira

Afrískur pottréttur og snickerskaka | Matgæðingur Feykis

Það er Helga Kristín Sigurðardóttir sem fékk áskorun frá dóttur sinni, Kristjönu Pálsdóttur, að taka við matgæðingaþætti Feykis fyrir tölublað 34 í fyrra og auðvitað tók Helga henni. Helga og maðurinn hennar, Páll Jóhannsson, eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík, en móðurfjölskylda Helgu er frá Sólheimum í Sæmundarhlíð.
Meira