Matgæðingar

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira

Matgæðingar vikunnar tbl 4 - Kjúklingur með pestó og bollukrans

Matgæðingar vikunnar eru þau Andrés Magnússon og konan hans Anna Ágústsdóttir, en þau fengu áskorun frá Björgu Árdísi Kristjánsdóttur. Fjölskyldan er þessi venjulega vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn. Andrés er 34 ára og vinnur sem tæknimaður hjá Tengli í Reykjavík en Anna leggur stund á mastersnám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún lærir hagnýta atferlisgreiningu.
Meira

Fiskisúpa og mulningspæja

Matgæðingur í tbl 15, 2021, var Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kalt nautakjöt í japönskum stíl og humarhalar

Matgæðingur í tbl 3 er Sandra Gestsdóttir frá Tröð í Skagafirði. Sandra býr í Hafnafirði ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vinnur hjá þróunardeildinni hjá Össuri ehf.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Rissoles (kjötbollur) og Anzac kaka

Matgæðingur í tbl. 2 í ár er Björg Árdís Kristjánsdóttir og er hún uppalin á Króknum. Björg býr núna í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manninum sínum, Andrew Osborne frá Adelaide í Ástralíu, ásamt tveim börnum, Isobel Soleyju, þriggja ára og Patreki Ara sem verður tveggja ára í byrjun mars.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Matgæðingur vikunnar - kjúklingabringur og banana - döðlubrauð

Matgæðingurinn í fyrsta tbl. ársins er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skagafirði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands.
Meira

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira