Matgæðingar

Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.
Meira

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira

Vinsæll kúrekapottréttur og eplakaka með marengs

Matgæðingar 38. tölublaðs Feykis árið 2018 voru Ósk Jóhannesdóttir og Guðmann Valdimarsson, búsett á Blönduósi en Guðmann er Blönduósingur að upplagi og Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Guðmann vinnur hjá Rafmagsverkstæðinu Átak en Ósk er heimavinnandi ásamt því að vinna með fötluðum. Þau eiga tvö börn, Valdimar Loga og Stefaníu Björgu.
Meira

Góðir þorskhnakkar og marengsterta

Uppskriftir 37. tölublaðs 2018 komu úr Skagafirðinum en það voru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gáfu okkur þær. Þau búa á Sauðárkróki og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri. Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt.
Meira

Hummus og nautagúllas

Matgæðingar í 36. tölublaði ársins 2018 voru þau Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, kúabændur, búa á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði ásamt dætrunum Sigurbjörgu Emily og Maríu Björgu.
Meira

Humarpizza og súkkulaðimús

Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur  voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau.
Meira

Rækjur í forrétt, kjúklingaréttur og Marskaka í eftirrétt

Matgæðingar 33. tölublaðs Feykis árið 2018 voru þau Anna Birgisdóttir og Elvar Hólm Hjartarson á Sauðárkróki. Anna segir að Elvar sé ekki gefinn fyrir að elda en verji frekar tíma í hestamennsku sem dæturnar stunda með honum. Sjálf segist hún hafa gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og er m.a. í matarklúbbi sem hefur fengið að prófa réttinn sem hún gefur okkur uppskriftina að og vakti hann góða lukku. „Ekki er Marskakan síðri, hún er sælgæti,“ segir Anna.
Meira

Kartöflur með kryddkvark og rússnesk klípukaka

Það er þýski Miðfirðingurinn Henrike Wappler sem gaf okkur uppskriftir í 31. tölublaði Feykis sumarið 2018. Henrike, sem er frá Bautzen í Saxlandi sem tilheyrir hinu gamla Austur-Þýskalandi, kom til Íslands árið 1999 og er hér enn. Hún er félagsráðgjafi að mennt og starfar sem slíkur hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra og einnig Skagafjarðar. Henrike er gift Friðrik Jóhannssyni, bónda á Brekkulæk í Miðfirði, þar sem þau búa með börnum sínum þremur. „Ég er stödd í Bautzen, í sumarfríi hjá fjölskyldunni minni, og ætla því að koma með tvær uppskriftir héðan frá Þýskalandi,“ sagði Henrike.
Meira

Humarhalar, saltfiskur að hætti Hawaiibúa og ávaxtaeftirréttur

Matgæðingar í 30. tölublaði Feykis sumarið 2018 eru Brynhildur Sigtryggsdóttir og Ómar Kjartansson á Sauðárkróki. Þau hjónin ættu flestir Skagfirðingar að kannast við en þau ráku Blóma- og gjafavöruverslunina á Króknum um árabil og einnig reka þau ÓK gámaþjónustu sem á móttökustöðina Flokku.
Meira

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Feykir.is dustar rykið af gömlum matgæðingaþáttum. Í 29. tbl. ársins 2018 sáu þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir á Blönduósi um matreiðsluna. „Það er fátt skemmtilegra en að gæða sér á góðum mat í góðra vina hópi en stundum er einfaldleikinn góður og þegar annríkið tekur völdin getur verið gott að eiga mat í kistunni. Því ákváðum við að bjóða upp á einfalt, fljótlegt og þægilegt þessa vikuna og síðast en ekki síst gott. Það getur verið ansi þægilegt að eiga góðar kjötbollur til að grípa upp úr kistunni eftir annasaman dag. Því er aðalréttur vikunnar bestu kjötbollur sem við höfum smakkað. Við hreinlega fáum ekki nóg af þessum og það besta við þær er að stelpurnar okkar elska þegar þetta er borið á matarborðið. Við reynum að eiga alltaf kjötbollur í frystinum,“ sögðu Matthildur og Ármann.
Meira