Matgæðingar

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira

Kjúklingapasta og heimabakað hvítlauksbrauð | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6, 2024, var Steinunn Gunnsteinsdóttir og er maðurinn hennar Jón Eymundsson. Þau búa í Iðutúninu á Króknum og eiga þrjú börn. Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón starfar hjá K-Tak. ,,Góður pastaréttur slær alltaf í gegn á okkar heimili og ennþá betra þegar við bætum við heimabökuðu hvítlauksbrauði."
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira

Kjúklingaréttur og döðlukaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 4, 2024, var Þórunn Katrín Björgvinsdóttir á Sauðárkróki. Þórunn er fædd og uppalin í Reykjavík en er búin að búa svo lengi á Króknum að hún er farin að kalla sig Króksara. Þórunn starfar í Árskóla og kennir einnig ýmsa tíma hjá 550 crossfit stöðinni á Króknum og býr með Ægi Birni Gunnsteinssyni. Þórunn Katrín á tvo drengi, sá eldri er fæddur 2011 og yngri 2017. „Ég sé ekki alltaf um að elda. Ægir er miklu betri í eldhúsinu en ég,“ segir Þórunn.
Meira

Chili con carne og hafrabollur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 3, 2024, voru þau Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Matthías Rúnarsson en þau búa á Hvammstanga ásamt dóttur þeirra, Ragnheiði. Sveinbjörg og Matthías vinna bæði hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Matthías sem bókari og Sveinbjörg sem atvinnuráðgjafi. Matthías er menntaður sem löggiltur bókari og Sveinbjörg er með master í alþjóðaviðskiptum. „Við Matti gerum þessa mjög oft enda einfalt að elda en umfram allt mjög bragðgóð.“
Meira

Fiskur í pestósósu og súkkulaðikaka | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar í tbl 2, 2024, var Elma Hrönn Þorleifsdóttir sem er fædd og uppalin á Þorleifsstöðum í Skagafirði. Elma bý með Inga Birni Árnasyni á Marbæli í Skagafirði og eiga þau þrjú börn. Elma starfar í mötuneyti Varmahlíðarskóla en er samt sem áður alls ekki mikið fyrir að elda mat heima hjá sér. 
Meira

Chili con carne og bananabrauð | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í fyrsta tbl árins árið 2024 voru Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir og Kristófer Már Maronsson. Ólöf Lovísa er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en Kristófer er fæddur og uppalinn á Akranesi og starfar sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði. 
Meira

Wellingtonsteik og epla crumble | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl 48, 2023, voru Jóel Þór Árnason og konan hans, Íris Hrönn Rúnarsdóttir. Jóel vinnur í Blöndustöð og Íris starfar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Jóel og Íris búa á Suðurgötunni á Króknum ásamt fimm börnum, Margréti Rún, Alexöndru Ósk, Viktoríu Ösp, Frosta Þór og Ými Frey og einnig hundinum Móra.
Meira

Ítölsk grænmetissúpa og þristanammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 42, 2023, var Telma Björk Gunnarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Halldóra Björk Pálmarsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson. Telma á þrjú systkini þau Pálmar Inga, Bjarka Frey og Rakel Birtu og er hún elst af þeim. Telma vinnur á leikskólanum Ársölum.
Meira

Lasagna og quinoa salat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2023, var Sara Kristjánsdóttir en hún flutti á Krókinn til kærasta síns Þorkels Stefánssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Sara vinnur á leikskólanum Ársölum og með vinnunni leggur hún nám á þroskaþjálfafræði. Í henni rennur skagfirskt blóð og kann hún því afar vel við sig í firðinum fagra.
Meira