Matgæðingar

Verður seint kallaður meistarakokkur

Það er körfuboltastjarna Skagafjarðar, Axel Kárason, sem var matgæðingur vikunnar í tbl 10 á þessu ári. En hann er ekki bara lunkinn með boltann hann er einnig dýralæknir á Dýraspítalanum Glæsibæ og situr í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd framsóknarmanna. Hann býr í Vík í Staðarhreppi ásamt kærustunni, Leana Haag, og eru þau undir verndarvæng lénsherrans og landeigandans Ómars á Gili.
Meira

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Folaldafille með brokkolísalati og sveppasósu

Matgæðingur í tbl 7 á þessu ári var Friðrik Már Sigurðsson en hann býr á Lækjamóti í Húnaþingi vestra ásamt eiginkonu sinni, Sonju Líndal Þórisdóttur, og tveimur börnum. Friðrik situr í sveitarstjórn og í byggðarráði í Húnaþingi vestra og er einnig meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ekki nóg með það þá eru bústörfin, tamningar og þjálfun hesta eitthvað sem hann sinnir ásamt öllu hinu.
Meira

Steikt svínasíða og öskudagsbollur

Það eru þau Frímann Viktor Sigurðsson og Ditte Clausen í Varmahlíð sem sáu um matarþáttinn í tbl 6 á þessu ári en það var hann Gunnar Bragi sem skoraði á þau að bjóða upp á eitthvað danskt því Ditte er frá Suður Jótlandi en hefur búið hér síðustu tíu árin.
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og vegan Oreo ostakaka

Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og hérna kemur uppskrift af einum geggjuðum vegan hamborgara ásamt vegan Oreo ostaköku. Mæli með að prufa...
Meira

Grillað folaldafille með fíneríi

Matgæðingur í tbl 3 á þessu ári var Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er umsjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ.
Meira

Kjúklingaréttur og pavlóvur

Matgæðingur vikunnar í tbl 1 á þessu ári var Róbert Smári Gunnarsson, sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, og er bæði Fljótamaður og Króksari. Róbert býr í Skagafirðinum og stundar nám við Háskólann á Hólum. „Ég hef gaman af því að elda og baka og hef gaman af að prófa mig áfram. Amma mín, Imba Jós, naut þess ágætlega (held ég) í sumar, þegar ég reyndi að sýna listir mínar fyrir henni í eldhúsinu. Hugsa það hafi hafi gengið bærilega, allavega samkvæmt henni sjálfri og Bjögga frænda,“ segir Róbert Smári.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Steikarsamloka og smá sætt í eftirrétt

Ég veit um fátt betra en góða steikarsamloku með nautakjöti, bearnaise og fröllum. Þegar ég var að vinna í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugarveginum, elskaði ég að rölta á veitingastaðinn Vegamót í hádeginu og fá mér eina slíka – því hún klikkaði aldrei. Við Binni gerum stundum svipaða samloku þegar við komumst yfir gott nautakjöt því það skiptir svo miklu máli ásamt sósunni.
Meira