rabb-a-babb 14: María Lóa

Nafn: María Lóa Friðjónsdóttir.
Árgangur: 1960.
Fjölskylduhagir: Er á lausu síðan í sumar, en á 3 yndislega gullmola, Hákon 25 ára, Írisi 23 ára og Davíð 14 ára. Svo er ég svo heppin að eiga eina ömmustelpu Söru Lind sem er 4.ára.
Starf / nám: Sem stendur er ég að klára BS-í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. En ákvað að fara aðeins aðra leið en venjan er og tek námið sem skiptinemi í Japan.
Bifreið: Engin bifreið, enda vinstri umferð í Japan. Nota 2 nokkuð jafnfljóta í staðinn.
Hestöfl: Tjaaa fer eftir hvað var í morgunmatinn!
Hvað er í deiglunni: Halda áfram að læra japönsku og viðskiptafræði í Japan, koma til Íslands í fríinu mínu í febrúar-mars til að hitta börnin mín, komast á Bifróvision, fara aftur út og klára námið fram í ágúst, ferðast og kynnast fullt af fólki, njóta lífsins og sjá hvaða dyr opnast að námi loknu bæði í leik og starfi.

Hvernig hefurðu það?
 Hef það ótrúlega gott enda stödd í landi sólarupprásarinnar og leiðinlegur mánudagur að kveldi kominn en bara hádegi hjá ykkur heima.
Hvernig nemandi varstu?
  Var alltaf fyrirmyndarnemandi, en er að brjóta þá reglu hérna í Japan.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Nóttina fyrir ferminguna var ég látin sofa með Carmen rúllur í hárinu, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað var mikið hægt að sofa með 1cm gadda á kafi í hársverðinum! Og önnur minning þegar fyrsta strákaskotið mitt kom og sótti mig í veisluna á skellinöðrunni og tók smá rúnt með mig um sveitina. Í sömu ferð lánaði ég honum einn af hringunum sem ég fékk í fermingargjöf og hef hvorki séð hann né strákinn síðan ég var 15ára!  (Fermdist í kirkjunni á Staðarstað í Staðarsveit af Sr. Rögnvaldi Finnbogasyni).
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
 Ég er enn að bíða eftir því að verða stór!!
Hvað hræðistu mest? 
Að festast í þröngum hellisgöngum og komast ekki út, hefur verið martröð hjá mér í mörg ár. Fyrsta árið mitt á Bifröst upplifði ég þó martröðina þegar við vorum að klára þraut sem var á leiðtogavikunni þar.  Þá áttum við að fara 10 saman niður í hellisgöng sem þarna eru og vorum bara látin hafa eitt kerti til að lýsa okkur.  Þar sem þetta var hópvinna og mikið í húfi andaði ég djúpt að mér og beit á jaxlinn og lét vaða niður. Og þetta tókst allt saman og við komust öll út þó það hafi slokknað á kertinu.  Eftir þetta hef ég ekki fengið þessa kæfandi martröð.  Svo maður þarf að takast á við það sem maður hræðist og plúfff ......... engin hræðsla lengur!!
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
 Fyrsta platan sem ég keypti var fyrir fermingapeninga, þetta var Demis Roussos grískur söngvari sem náði ótrúlega sterkum tökum á mér, þetta var að sjálfsögðu vinylplata, hún alveg spiluð upp til agna, var komið gat á nokkur laganna!. Væri alveg til í að eignast hana aftur á CD.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?
 Ég er nú búin að lofa að koma á Kareókí bar hérna í Japan, enda er þetta helsta skemmtun japana en hvaða lag ég léti plata mig útí færi eftir fjölda bjóra!!
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Heima á klakanum voru í uppáhaldi, Law and order, N.Y.P.D. Blue (alltaf verið skotin í löggum ), Sex in the City, Six Feet Under, Sjálfstætt fólk.
Besta bíómyndin? 
Erfitt að velja eina en Hringadróttinssaga er ótrúlega mögnuð syrpa þá má kannski nefna, The English patient, Color Purple, The Sixth Sense, bara til að nefna einhverjar.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
 Þessir 2 leikarar eru eins og svart og hvítt. Clooney er meira sexý en Bruce er miklu betri leikari, sama á við um dömurnar.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Ilmkerti, eitthvað smart fyrir heimilið, snakk fyrir TV-kúrið.
Hvað er í morgunmatinn? 
Stundum ekkert, en vildi helst hafa stórt morgunverðarhlaðborð með nýbökuðum rúnnstykkjum, áleggi, nýpressuðum ávaxtasafa og góðu kaffi.
Uppáhalds málsháttur? 
Allar mínar takmarkanir eru í eigin huga.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Ætti ekki að segja þetta í landi teiknimyndanna. Í Japan lesa allir teiknimyndabækur, þær heita MANGA.  Það eru til MANGA um allt, stríð, ástir, garðrækt, matargerð, verkstæðisvinnu og ég veit ekki hvað og allsstaðar getur þú séð Japani vera að lesa, í bókabúðunum, í lestunum, á biðstöðum.  En ég held samt ennþá mest uppá Tomma og Jenna.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Jólagæsin með tilheyrandi + kjúklingapottréttur Maju spes.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Bókin sem hefur hrifið mig mest er Ég lifi eftir Martin Gray. Skildi ekki  hvað Guð gat verið vondur við þennan mann! En auðvitað eru margar fleiri, ég er mikill bókaormur.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Ekki spurning, kæmi heim á Klakann að hitta börnin, fjölskylduna og vini. Ef ég væri ekki í vistinni hér, þá ...Grikkland, Galapagoseyjar, Egyptaland, Hawaii.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Of samviskusöm á köflum, mætti stundum lofa pínu kæruleysi að fljóta með.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheilindi og óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool ? vegna þess að við Davíð stöndum saman með Liverpool gegn Sveini Brynjari Manjú kappa.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?
 Carl Lewis

.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
 Heim í Búðardal, enda ættuð af Snæfellsnesinu
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?
 Foreldrar mínir, með dugnaði og þrautseiglu tókst þeim að ala upp 5 mannvænleg börn þrátt fyrir að lífið í sveitinni væri ekki alltaf dans á rósum.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Fyrst ég fæ ekki að taka börnin mín með þá fartölvuna mína með gervihnattatenginu til að hafa samband við þau og alla vinina, kennslubók í Japönsku og myndavélina mína.
Hvað er best í heimi? 
Að lifa lífinu lifandi, ekki verra að komast í ferð um náttúruna, helst gangandi með heitt kakó á brúsa og í góðra vina hópi.
Uppáhalds japanski sjónvarpsmaðurinn? 
Horfi ekki á TV hér því það er ekkert í dagskránni nema Sumo glíma, sjónvarpsmarkaðir, fáránlegir gamanþættir sem enginn skilur og svo fréttir og veður, auðvitað allt á japönsku!
Hvað er best í Japan? 
Matarmenningin, hreyfingin því það er enginn bíll og svo auðvitað að bugta sig og beygja í sífellu, heldur liðamótunum vel smurðum!
Hvað setja Japanir oná brauð? 
Þeir éta yfirleitt ekki brauð en ef þeir gera það þá setja þeir örugglega hrísgrjón ofaná!!
Hvað á að gera í jólafríinu? 
Stefni á að komast til Tokyo sem er 12,5 miljón manna borg og ein stærsta borg heims. Ætlaði að sjá stærstu flugeldasýningu ever á gamlársdag en frétti um daginn að það er ekkert svoleiðis, sumarið er tími flugeldasýninganna hér í Japan. En fer kannski samt sem áður, ef ekki þá reyni ég að ferðast eitthvað hérna á Hokkaido svæðinu, hitta nýja vini og blanda geði.
Hvað kom þér mest á óvart í Japan? 
Það hvað hrikalega fáir tala ensku, þetta er bara stórt vandamál sérstaklega hérna, held það sé miklu betra í Tokyo og nágrenni.

Getur þú bent á einhverja góðar heimasíður ef fólk hefur áhuga á að fræðast meira um Japan? 
Já ég var að vinna stórt markaðsfræðiverkeni um ferðmál í Japan og fann nokkrar áhugaverðar síður: 
www.japan-guide.comwww.japan.comwww.outdoorjapan.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir