rabb-a-babb 5: Ofur-Hugi

Nafn: Hugi Halldórsson.
Árgangur: 1981.
Fjölskylduhagir: Pabbi, mamma, 3 bræður, kærasta.
Starf / nám: Dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptivi.
Bifreið: Opel Astra´99.
Hestöfl: 100.
Hvað er í deiglunni: Að gera eitthvað fyndið á hverjum degi til að halda starfinu.

Hvernig hefurðu það? Bara nokkuð nettur eins og Auðunn Blöndal mundi segja.
Hvernig nemandi varstu? Fyrir kennarana frekar þreyttur, erfiður og leiðinlegur en fyrir samnemendur mína er ég viss um að ég var æði!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar það var sagt við mig að ég mundi muna eftir þessum degi það sem eftir væri ævinar en ég man ekki nokkurn skapaðan hlut frá þessum degi... jú, Hjálmar Jónsson var prestur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta, annað kom ekki til greina enda pabbi í markinu hjá FH í gamla daga.
Hvað hræðistu mest? Dauðinn hefur alltaf verðið minn versti óvinur og hef ég engan áhuga að hitta hann fljótlega. Svo væri ég ekki til í að hitta tarantúllu í dimmu sundi.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Reif í tætlur var keypt í fríhöfninni á leið til Köben árið 1994. Margverðlaunuð dansplata sem enginn má láta framhjá sér fara. Besta plata sem ég hef keypt er Definetly Maybe með Oasis enda á þessum árum forfallinn Oasis aðdáðendi, held reyndar uppá þá enn þann dag í dag, en lífið snýst ekki lengur um Oasis eins og í þá daga.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Bláu augun þín í Ragga Bjarna útgáfu til að fá fólkið til að búa mig niður af sviðinu.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 24, Jack Bauer er mesta hasarhetja samtímans og verð ég að viðurkenna að ég sé soldið sjálfan mig í honum!
Besta bíómyndin? Forrest Gump er ofarlega, fangelsismyndin með Tim Robbins og Mogga Frjálsa, svo náttúrulega myndirnar um hringinn sem Fróði á að eyðileggja.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Tossamiðan? Ég fer aldrei með tossamiða, kaupi alltaf það sama; Lucky Charms hakk,hamborgara, kók og mjólk.
Hvað er í morgunmatinn? Þegar ég nenni að fá mér morgunmat er yfirleitt Lucky Charms, annars er bara hammari í mötuneytinu í hádeginu.
Uppáhalds málsháttur? Ég er ömulegur í svona. Detti mér allar dauðar lýs úr hári er sæmilega skemmtilegur.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Cartman í South Park er í miklu uppáhaldi. Feðgarnir Bart og Hómer Simpson koma svo þar fast á eftir.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Krydda hamborgara og setja inn í ofn. Þetta gerir enginn betur en ég.
Hver er uppáhalds bókin þín? Mér fannst Mýrin eftir Arnald Indriða nokk góð en svo er annað snildarverk, Klór eftir Þorstein Guðmunds.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Jan Mayen að halda tónleika á munnhörpuna mína.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þegar ég pirrast þá verð ég svo pirraður og þú getur rétt ímyndað þér þegar ég verð pirraður af því að ég er pirraður þá verð ég ennþá pirraðari.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Aksturslag annarra, það eru örfáir sem kunna að keyra hér í þessari blessuðu höfuðborg

.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester United. Fyrst af því að hálft liðið drapst í flugslysi á afmælisdaginn minn 6. febrúar. Síðar komst ég að því að pabbi náði bara að ala mig vel upp.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Pétur Jóhann Sigfússon er úrvals íþróttamaður en svona í alvöru þá hef ég miklar mætur á Phil Neville sem íþróttamanni. Hann geislar af fegurð og er yngri jafnt sem eldri íþróttamönnum um heim allan stórkostleg fyrirmynd. Aðeins einn maður sem flokkast undir það að bera heitið dómari: "Pálmi Sighvatsson bólstrari og húsvörður" er orðið dómari fyrir mér.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Bæði jafn viðbjóðslega leiðinleg lög en ef ég þarf að velja þá er möguleiki að ég gæti raulað með Heim í Búðardal blindfullur nýbúinn að drulla út allan kamarninn á Þjóðhátíð.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Pabbi og Jói Áka, get ekki gert upp á milli þeirra.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Britney Spears, tússpenna og plástur ef eitthvað kæmi fyrir.
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma hlaupandi yfir hæðina? Þarna koma þeir loksins með nýjustu og heitustu fréttirnar af Skagafjordur.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir