Rabb-a-babb 91: Hjalti Árna

Nafn: Hjalti Árnason.
Árgangur: 1970.
Fjölskylduhagir: Einn og sér eða í smærri hópum.
Búseta: Á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu: Skagfirðinga, svo langt sem Íslendingabók eygir.
Starf / nám: Lögmaður.
Bifreið: Skoda.
Hestöfl: Ekki hugmynd.
Hvað er í deiglunni:  Jólabjórsmökkun.

Hvernig hefurðu það?  Bara ágætt.
Hvernig nemandi varstu? Til hálfgerðrar fyrirmyndar.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Að vera stærstur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  Læknir samkvæmt Feyki.
Hvað hræðistu mest? Gamle Oles far.
ABBA eða Rolling Stones? Stones.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? The Queen is dead - Smiths.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?  Ekki séns.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Seinni fréttir.
Besta bíómyndin (af hverju)?  Monty Pythons Holy Grail – hef líklega aldrei hlegið jafnmikið í Bifröst og man að svo var um fleiri.  Svavar Sigurðsson, mjólkurfræðingur með meiru, þurfti t.d. hjálp við að komast niður í hléinu.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?  Allt.  Nema að mala, Pétur köttur malar mig þar.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?   Mynd af kaffibolla.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  Skrifa aldrei tossamiða.
Hvað er í morgunmatinn? Skyrdrykkur.
Hvernig er eggið best?  Over easy.
Uppáhalds málsháttur?   Oft er tóbak hættulegra en vindlar.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  Ha?
Hver er uppáhalds bókin þín?  The Hitchikers Guide to the Galaxy.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til London.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  Arsenal.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  Kalla Jóns.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju?  Einhver með skáldagáfu.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati?  Dætur mínar.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Pass.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  Ferkantaðir faranderindrekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir