1. tökudagur á Roklandi
Athugulir Króksarar hafa líklega tekið eftir voldugum flutningabílum merktum Pegasusi sem óku inn í bæin seint í gær. Eru þarna á ferðinni tökulið, leikarar og leikstjóri myndiarinnar Rokland sem verður tekin upp á Sauðárkróki á næstu dögum og vikum.
Þegar Feyki bar að garði var verið að taka upp atriði þar sem Böddi kemur gangandi eftir Aðalgötunni og fer í bókabúðina en búðin sú kemur mikið við sögu í bókinni. Spurning hvort þar inni leynist eitt stykki herra hundfúll eða svo?
Þó atriðið væri ekki nema um það bil hálf mínútu að lengd þurfti heilar 6 tökur til þess að ná því réttu þar sem bílar, gangandi vegfarendur og fleira truflaði tökur. Feykir mun fjalla meira um tökur á Roklandi á næstu dögum.