Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.

Sýningar eru eftirfarandi:
Laugardaginn 6. maí klukkan 16:00
Sunnudaginn 7. maí klukkan 17:00
Miðvikudaginn 9. maí klukkan 20:00
Lokasýning sunnudaginn 14. maí klukkan 20:00

Miðapantanir eru í síma 8499434.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir