Aðgát skal höfð í nærveru flugelda

Flugeldasala hefst í dag og má því búast við sprengjum og látum víða um land allt til 6. janúar en þá má ekki lengur selja flugelda. Hafa skal í huga að þó flugeldar séu bæði fallegir og veiti oft mikla skemmtun þá geta þeir einnig verið hættulegir og því ber að umgangast þá af varúð og virðingu.

Þá minnir Feykir.is á að dýrum er ekki vel við sprengjulæti og því ber að hafa í huga að vera ekki að skjóta upp í nágrenni við hesthúsahverfi eða önnur útihús. Jafnframt er mælst til þess í reglugerðum sem finna má á netinu að ekki sé skotið eftir klukkan 23:00 á kvöldin nema að kvöldi Gamlársdags.

Þá minnum við á að flugeldar eru ekki barnaleikföng og eins að ekki er sniðugt að handleika flugeldra þegar verið er undir áhrifum áfengis.

Að þessu sögðu segjum við gleðilega flugeldavertíð, förum varlega og styðjum við bakið á björgunarsveitunum okkar.

Fleiri fréttir