Áfram mun snjóa á Norðurlandi vestra

Gangi spáin eftir mun snjóa á Norðurlandi vestra allan næsta sólahringinn. Spáin gerir sum sjé ráð fyrir norðaustan 13-18 m/s og él. Vægt frost verður úti. Á morgun er gert ráð fyrir norðaustan 13 – 18 m/s og snjókomu á Norðurlandi vestra.

Hvað færð á vegum varðar er greiðfært eða hálkublettir á flestum vegum nema hvað snjór og krapi eru á Vatnsskarði. Þá er snjór og krapi á Öxnadalsheiði.

Fleiri fréttir