Álagningarseðlar fasteignagjalda 2011 gefnir út
Upphafsálagningu fasteignagjalda 2011 fyrir sveitarfélagið Skagafjörð er lokið og verða álagningarseðlar póstsendir á morgun til allra greiðenda sem búa utan sveitarfélagsins og til íbúa þess sem eru 60 ára og eldri. Aðrir gjaldendur verða að nálgast álagningarseðla sína í Íbúagátt sveitarfélagsins.
Aðgangur að Íbúagáttinni er heimill öllum einstaklingum eldri en 18 ára svo og fyrirtækjum en ekki eru sett skilyrði um að hafa heimilisfesti í sveitarfélaginu. Samkvæmt vef sveitarfélagsins eru allir álagningarseðlar aðgengilegir í Gáttinni frá þessari stundu og skiptir ekki máli hvort þeir hafi verið sendir í pósti til greiðenda eður ei.
Upphafsálagningin nemur samtals 474 milljónum króna í ár, þar af er fasteignaskatturinn 260 milljónir króna, lóðar- og landleiga 46 milljónir króna, fráveitugjöld 70 milljónir króna, sorpgjöld 53 milljónir króna og vatnsgjald 45 milljónir króna. Lagt var á 6.175 matseiningar sem tilheyra 3.519 fasteignum. Gjaldendur eru 2.704.
Afsláttur örorku- og ellilífeyrisþega hefur verið reiknaður til bráðabirgða og kemur hann til frádráttar álagningunni. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt.
Frekari skýringar varðandi álagninguna er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.