Aldís Rut 100. konan til að hljóta prestsvígslu

Prestsvígsla verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 22. september kl. 14:00 þar sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Hólabiskup, vígir mag. theol. Aldísi Rut Gísladóttur frá Glaumbæ í Skagafirði til prests í Langholtsprestakalli í Reykjavík.

Prestvígslan er söguleg að því leyti að Aldís Rut er 100. konan er hlýtur prestsvígslu á Íslandi. Hún er af þriðju kynslóð presta en faðir hennar, Gísli Gunnarsson er prestur í Glaumbæ og afi, Gunnar Gíslason, þjónaði lengi við sömu kirkju.

Organisti í vígslunni verður Stefán Gíslason og kirkjukór Glaumbæjarprestakalls syngur.

Messukaffi verður í boði biskups Undir Byrðunni eftir vígsluna. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þessum sögulega viðburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir