Árleg inflúensubólusetning

Mynd af vef landlæknis, https://www.landlaeknir.is
Mynd af vef landlæknis, https://www.landlaeknir.is

Árleg inflúensubólusetning verður á starfsstöðvum HSN á Norðurlandi vestra næstu vikur. Bólusett verður á heislugæslustöðvum á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og á Hofsósi.

Mælst er til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu og er bóluefnið þeim að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Bóluefnið er ofangreindum áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald. Bólusetningin verndar gegn þeim inflúensustofnum sem líklegir eru til að ganga. 

Bólusett verður sem hér segir:

Á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki:

Miðvikudag 25. september, mánudag 30. september, miðvikudag 2. október og þriðjudag 8. október frá kl. 13:30 til 15:00. Ekki þarf að panta tíma.

Á heilsugæslustöðinni á Hofsósi:

Þriðjudag 1. október frá kl. 13:00 til 14:00.

Á heilsugæslustöðinni á Blönduósi:

Þriðjudag 1. október, miðvikudag 2. október og þriðjudag 8. október frá kl. 13:00-15:00.

Á heilsugæslustöðinni á Skagaströnd:

Fimmtudag 3. október frá kl. 9:00-11:00.

 

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir