Árshátíð eldri bekkja Varmahlíðarskóla
Árshátíð 7. til 10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði föstudagskvöldið 14. janúar og hefst kl. 20:30. Flutt verður leikverkið STÚTUNGASAGA eftir Ármann Guðmundsson og fl. í leikstjórn Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur.
Kaffiveitingar verða í skólanum að lokinni dagskrá og dansleikur á eftir með nafnlausu hljómsveitinni frá kl. 22:30 – 01.00.
Verð aðgöngumiða er kr. 2.500,- á skemmtun, (grunnskólanemendur frítt) Kr. 1.000,- á dansleik. ( Ekki er tekið á móti greiðslukortum. )
Allir velkomnir